Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.8.2008 | 23:17
Voru hvergi "nærri" miðborg Denver!
Þetta er einstaklega fáránleg frétt sem virðist tekin hrá frá Reuters. Í fljótu bragði mætti ætla að þessir skýstrokkar hefðu verið mjög nálægt þeim stað þar sem landsþing Demókrataflokksins er haldið (eða þannig skil ég orðalagið "nærri") og að ástæðan fyrir þeim hljóti á einhvern hátt að tengjast landsþinginu (teikn frá guði jafnvel?). En þessir skýstrókar voru hins vegar á ferðinni um 35-40 kílómetrum (u.þ.b. 25 mílum) frá miðborg Denver (og reyndar fyrir utan það sem mætti kalla "stór-Denver" eða það sem kallast "Metro-Denver area" á ensku) og því hæpið að segja að þeir hafi verið "nærri" landþingi Demókrata. Eða myndum við segja að ef jarðskjálfti ætti sér stað í Hveragerði þegar t.d. landsfundur Sjálfstæðisflokksins væri haldinn í Laugardalshöllinni, að jarðskjálftinn hafi átt sér stað "nærri" Laugardalshöllinni? Varla. Á vefsíðu Denver Post er að finna mun betri frétt um þetta sem sýnir vel hversu "nærri" þeir voru miðborg Denver.
![]() |
Skýstrokkar við Denver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2008 | 23:23
Bara spurning um tíma hvenær næsta banaslys verður
Enn einu sinni er fólk hætt komið í Reynisfjöru. Við sem höfum komið þarna margoft erum meðvituð um hætturnar sem þarna leynast. Og fagmenntaðir leiðsögumenn sem koma með hópa vara fólkið sitt við hættunum. Sjálfur hef ég þá reglu að segja við fólkið að það fari aldrei nær sjónum en ég sjálfur. En æ fleiri ferðamenn koma til Íslands og ferðast á eigin vegum svo sem á bílaleigubíl eða koma með bílinn með Norrænu. Þeir eru ekki eins meðvitaðir um þær hættur sem geta leynst í íslenskri náttúru eins og í Reynisfjöru. Í fyrrasumar kom ég þarna með hóp af Bretum. Ég bað þá um að vera varkára og til að leggja áherslu á mál mitt sagði ég frá því að þarna hefði orðið banaslys fyrr um sumarið. Hópurinn var allur með á þessu og ekkert vandamál með hann. En þegar við komum niður í fjöru tók ég eftir tveimur krökkum, annar sennilega um 8 ára og hinn um 10 ára, sem voru að leika sér að því að hlaupa undan öldunni. Ég rak þau samstundis í burtu og sneri mér að foreldrum þeirra, sem reyndust vera erlendir ferðamenn, og sagði þeim frá hættunni og því að þarna hefði orðið slys. Ég var víst nokkuð berorður í lýsingum því ég sá að þeim varð verulega brugðið þegar ég lýsti því að ef aldan næði börnunum þeirra væri óvíst að þau myndu nokkurn tíma sjá þau aftur. En held samt að þau hafi áttað sig þá á alvöru málsins. En þetta allt sýnir að það er ekki vanþörf á því að koma þarna upp aðvörunarskilti á nokkrum tungumálum.
Spurningin er hvort það þurfi virkilega annað banaslys áður en að því verði? En ferðamálayfirvöld ku vera svo blönk að þau hafi ekki ráð á að halda úti almennilegum salernum fyrir ferðamenn þannig að kannski er ekki sanngjarnt að ætlast til að þau hafi einnig ráð á að setja upp almennileg aðvörunarskilti.
Sem er út af fyrir sig afar umhugsunarvert.
![]() |
Mannbjörg í Reynisfjöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2008 | 20:41
Ökuleiðsögumenn óánægðir
Skrifað var undir nýja kjarasamning Félags leiðsögumanna og SAF (Samtök atvinnurekenda í ferðaþjónustu) síðasta fimmtudag. Viðræður eru búnar að vera í gangi í nokkurn tíma og bar víst mikið á milli að því að manni hefur skilist. Nú má alltaf deila um hvort hækkanirnar, sem samningurinn felur í sér, eru nægilegar eður ei. Ökuleiðsögumenn í Félagi ökuleiðsögumanna eru sérstaklega óánægðir með að ekki tókst að fella niður grein 2.5.2 um ökuleiðsögn. Þessi grein kom víst inn í samninginn fyrir nokkrum árum og hljóðar svo í dag:
Sé leiðsögumaður ráðinn til ökuleiðsagnar þá skal greiða 50% álag á tímakaup fyrir ökuleiðsögn í langferðarbifreiðum sem taka fleiri en 9 farþega
Í nýja samningum er talað um 7 farþega í stað 9 og að frá og með 1. janúar 2010 verði miðað við 6 farþega eða fleiri. Formaður Félags ökuleiðsögumanna segir í viðtali á heimasíðu Félags leiðsögumanna að þeir muni örugglega greiða atkvæði á móti þessum samningi þar sem ekki hafi fengist leiðrétting á þessu ákvæði. Auk þess telur hann hækkanirnar vera of litlar og samið hafi verið til of langs tíma. Nú get ég alveg verið sammála honum um að ekki eru þetta neinar stórkostlegar hækkanir á launum sem eru að finna í þessum samningi. En þá verð ég að minna á að kjarasamningar eru í eðli sínu samningar um lágmarkslaun, ekkert bannar það að semja við ferðaskrifstofur um hærri laun en samningurinn kveður á um. Sjálfur ákvað ég þegar ég útskrifaðist úr Leiðsöguskólanum fyrir ári síðan að ég ætlaði eingöngu að vinna skv. efsta flokki (þeir eru 4), en í raun og veru eiga leiðsögumenn að raðast í flokka skv. starfsreynslu. Ég fékk boð frá nokkrum aðilum að vinna skv. 2. eða 3. flokki en ég ákvað hreinlega að taka þeirri vinnu ekki. Mér tókst að fá vinnu meira og minna allt sumarið og allt greitt skv. 4. flokki. Þá vann ég nokkuð við ökuleiðsögn og í öllum tilfellum rukkaði ég 50% álag óháð fjölda farþega. Í eitt skiptið var ég með 3 farþega í nokkra daga, hjón frá Argentínu með 8 ára dóttur sinni. Ég rukkaði 50% álag og fékk það greitt þegjandi og hljóðalaust. Og ég hef einfaldlega þá reglu að ég vinn ekki sem ökuleiðsögumaður nema ég fái greitt 50% álag, óháð fjölda farþega. Og dæmið er einfalt: Ef allir ökuleiðsögumenn eru harðir á þessu fá þær ferðaskrifstofur, sem ekki vilja greiða 50% álag fyrir 7 eða færri farþega, engan til að vinna fyrir sig við ökuleiðsögn og neyðast því til leigja bíl með bílstjóra auk leiðsögumanns. Og þurfa því að greiða tvenn laun, bílstjóra og leiðsögumanns, í stað þess að greiða 1,5 laun leiðsögumanns. Ráð mitt til félagsmanna í Félagi ökuleiðsögumanna er því þetta: Að hætta að velta sér upp úr þessu, þið vinnið ekki sem ökuleiðsögumenn nema þið fáið greitt 50% álag.
1.6.2008 | 20:12
Til hamingju öll
![]() |
Nemendur og skólar fá viðurkenningu menntaráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 22:22
Finnar lífga aftur upp á Eurovision
![]() |
Noregur og Finnland áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2008 | 17:04
Hættum að berja höfðinu við steininn
![]() |
Ferðaþjónustan mótmælir hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2008 | 21:01
Tapað stríð
![]() |
Sorgleg ákvörðun um hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2008 | 18:05
Forræðishyggja Vesturlanda
![]() |
Dönsk stjórnmál á suðupunkti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2008 | 22:49
Verð að viðurkenna að þetta kemur mér ekki á óvart
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2008 | 21:05
Kisur á vergangi.
Nokkuð er liðið frá síðasta bloggi mínu þó svo af nóg hafi verið að taka, mótmælum vörubílstjóra o.fl. Stafar það einfaldlega af miklum önnum við að endurnýja eldhúsið heima hjá mér og við ýmis vorverk. En nóg um það, í dag ætla ég ekki að fjalla um mál líðandi stundar heldur nokkuð persónulegt.
Síðasta sunnudag urðum við vör við lítinn kettling, um 3-4 mánaða, sem var að sniglast í garðinum okkar. Hann var nokkuð styggur í fyrstu en kom svo upp á svalir til okkar þegar við kölluðum á hann og buðum honum skál af kattamat. Eftir smá stund fór hann að hætta sér nær okkur og endaði það með því að hann kom inn til okkar og þaðan hefur hann ekki viljað fara síðan! Þetta er læða, afskaplega blíð og kelin og mjálmar frekjulega á athygli ef henni finnst hún ekki fá nóga. Og elskar að liggja í fanginu á öðru hvoru okkar og mala hástöfum. Það er öruggt að þessi kettlingur er heimavanur, ekki fæddur villtur, hann vissi t.d. strax hvernig ætti að nota kattasand. Við sendum upplýsingar og mynd í Kattholt og einnig í Moggann. Þrátt fyrir það hefur ekki nokkur maður haft samband út af henni. Það fer að læðast að manni sá óþægilegi grunur að einhver hafi hreinlega hent henni út á guð og gaddinn, einhver sem ekki var tilbúinn til að taka ábyrgð á henni lengur. Því miður er allt of mikið um það að kisur séu skildar eftir hér og þar á vergangi. Heimasíða Kattholts er full af slíkum dæmum.
Þessi kettlingur var nógu skynsamur að finna sér hús þar sem búa kattavinir og hver veit nema hún eigi eftir að dvelja hjá okkur áfram. Það er helst gamla fressið á heimilinu, Mikki að nafni, sem er ekkert yfir sig hrifinn af þessum nýja fjölskyldumeðlim. En ég minni hann þá á það að hann var sjálfur kisa á vergangi á sínum tíma, fyrir um 9 árum síðan fann ég hann á flækingi við skiptistöð strætó í Kópavoginum, það var á þeim tíma þegar ég keyrði Kópavogsstrætó. Þá lét ég einnig Kattholt vita og auglýsti í Mogganum en engin gaf sig fram sem kattahaldara (ég tel aldrei rétt að segja að einhver eigi kött) og því hefur hann dvalið hjá okkur síðan.
Af þessu að dæma virðist lítið hafa breyst á þessum 9-10 árum varðandi umhirðu katta, enn er til allt of mikið af fólki sem ekki kann að umgangast dýr og er ekki tilbúið til að taka ábyrgð á þeim dýrum sem það hefur fengið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)