Forræðishyggja Vesturlanda

Talsverður hópur fólks á Vesturlöndum virðist hafa bitið það í sig að sú hefð margra (en ekki allra) kvenna í Íslam, að hylja hár sitt með slæðu, sé eitt helsta tákn um kúgun kvenna í heiminum og það eina sem dugi sé að banna þeim að nota slæðu. Engu máli skiptir hvort viðkomandi konum finnist það vera kúgun að bera slæðu eður ei, eða hvort þær séu yfir höfuð nokkuð kúgaðar af eiginmönnum sínum eða öðrum. Það er kominn tími til að menn átti sig á að þetta samasemmerki á milli slæðu og kúgunar er fyrst og fremst í huga (kristinna) Vesturlandabúa en á sér sjaldan nokkra stoð í raunveruleikanum, enda flestir Vesturlandabúar afskaplega illa að sér í Íslam (eða öðrum trúarbrögðum yfir höfuð). Þessi árátta að hamast á móti slæðunotkun er eingöngu til þess fallin að ýfa upp ágreining á milli Vesturlanda og múslima, sem er nógur fyrir. Og ég bendi aftur á þann punkt minn að ekki eru allar múslimakonur sem nota slæður, þannig minnist ég þess varla að hafa séð Amal Tamimi með slæðu en ég efast stórlega um að hún telji sig minni múslima fyrir vikið.
mbl.is Dönsk stjórnmál á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég get nú ekki ímyndað mér að allar þessar konur hafi frjálst val um að bera slæðu eða ekki, heldur eru það karlarnir og heilaþvegnar eldri konur, sem ákveða og passa upp á að þessari hefð sé fylgt eftir.

Auðvitað er hér um að ræða eitt birtingarform kúgunar kvenna í ríkjum múslima. Það fyndna er að meira að segja Danir hafa gefist upp á þessu menntaða umburðarlyndi gagnvart öðruvísi þenkjandi, en á meðan virðumst við vera taka þetta upp.

Ég vil hins vegar með glöðu geði taka við þessum flóttamönnum frá Palestínu og leyfa þessum konum að bera sína slæðu ef þær vilja. Mér þætti þó skringilegt ef að dætur þessara kvenna tæku upp á því að bera slíkar slæður seinna meir. En við búum í frjálsu landi og ég vil þó frekar horfa upp á konur með slæðu en að fara í boð og bönn.

Kveðja, Guðbjörn

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband