Var það þetta sem kjósendur Besta flokksins vildu?

Besti flokkurinn lagði áherslu á að hann væri boðberi nýrra tíma og nýrra vinnubragða í stjórnmálum. Lítið hefur borið á því á þessari viku síðan kosið var. Ekki var farið í viðræður við alla flokka til að vita hvað þeir vildu gera eða með það fyrir augum að ná samkomulagi um aðkomu allra flokka, heldur var farið beint í viðræður við Samfylkinguna. Dagur B. tók því náttúrulega fegins hendi enda átt undir högg að sækja sem leiðtogi flokksins í borgarstjórn og vararformaður. Og sennileg fátt eitt sem hann hefur treyst sér til að neita Besta flokknum um.

Skyldu kjósendur Besta flokksins hafa kosið hann með það fyrir augum að leiða Samfylkinguna til valda í Reykjavík? Átti framboð Jóns Gnarrs ekki að vera „rauða spjaldið“ handa „fjórflokknum“ svo kallaða? Og ákall um nýja tíma og ný vinnubrögð?

Fyrir utan staðavalið á blaðamannafundinum get ég ekki séð nein merki um ný vinnubrögð. Og kannski heldur Jón að það sé nóg að vera skemmtilegur borgarstjóri. Hef þó á tilfinningunni að glottið á andlitinu hans verði orðið nokkuð stirt eftir 4 ár í því starfi, að því gefnu að hann og þessi meirihluti endist svo lengi.


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilt þú frekar skrípaleikin sem var við líði síðustu fjögur ár

elvar (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 18:16

2 Smámynd: Óskar

Ég kaus besta flokkinn- svo ég svari fyrir mig, JÁ ÞETTA ER EINMITT ÞAÐ SEM ÉG VILDI!

Óskar, 4.6.2010 kl. 18:19

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Ég kaus líka Besta Flokkinn, og já takk. Ég held að það sé ímyndun í þér ef þú telur stóran hluta kjósenda BF vera hrifna af sjálfstæðisflokknum. Allir fjórflokkarnir eru hrokafullir og eiga skilið lægra fylgi, sem þeir fengu - en við viljum samt ekki þann óþjóðalýð við völd. Það þarf enginn að spyrja sig hvaða flokkum spillingin er dýpst í, það vita flestir menn - nema þá þeir sem hafa alvarlega hægrisveiflu í skoðunum sínum.

Eflaust eru einhverjir kjósendur BF ósammála þessu, en ég held ég leyfi mér að alhæfa af reynslu af þeim hingað til, að það er mikill minnihluti. Besti Flokkurinn mun brjóta upp patternið, og ég er bara ánægður að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með smeðjubros og blöðrur að reyna að taka spotlightið af því með sýnum venjulegu spin-töktum. Að minnsta kosti er dagur svo vandræðalegur að það vita allir menn að hann veit ekkert hvað er að gerast - eins og er. Ákveðnir vinsælir sjálfstæðismenn sem skulu vera ónefndir eru óneitanlega betri í að stilla sér brosandi upp fyrir framan myndavélar.

Kannski endar þetta allt í hörmungum, hver veit. En að minnsta kosti er það þess virði að reyna að breyta status quo í e-ð aðeins skemmtilegra!

Friðrik Jónsson, 4.6.2010 kl. 18:36

4 identicon

Hvernig ætli að standi á því að Hanna Birna og Björn Ingi, Hanna Birna og Ólafur F og Hanna Birna og Óskar Bergson skyldu ekki tala við aðra flokka og stofna samstjórn allra flokka? Hanna Birna fékk þrjú tækifæri sem hún sá ekki ástæðu til að nota.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 18:50

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Af hverju að tala við alla ef þetta virtist strax vera að ganga vel. Ekki talaði nýr meirihluti í Kópavogi neitt við þann gamla...

Haraldur Rafn Ingvason, 4.6.2010 kl. 20:42

6 identicon

Ótrúleg snobbhæsni getið þið verið, sem útilokið Knarr fyrir fram, af því
hann er ekki með háskólagráðu upp á vasann. Hann hefur örugglega vit og
siðvitund umfram marga, sem hafa ofmetnast af nokkra ára yfirlegu í
,,bissnisfræðum" í  háskólum á Íslandi.  Knarr veit hvar hann stendur. Hann
leitar sér ráðgjafar, þar sem það á við. Ég hef ekki áhyggjur
af,,orginalfólki" eins og Knarr. Ég hef áhyggjur af gerfimenntamönnunum,
sem  háskólarnir hafa ungað út á færiböndum umliðin ár. Misvitru fólki, sem
ekki þekkir sínar takmarkanir og telur sig þess umkomið að dæma annað fólk
fyrirfram. af því að þekking þess er eilítið öðruvísi.
Kjósendur í Reykjavík hafa hafnað þeim vinnubrögðum, sem borgarfulltrúar í
nafni og skjóli fjórflokkanna  hafa viðhaft á undanförnum mörgum árum, þar
sem einkahagsmunir, fjölskylduhagsmunir og flokksvinahagsmunir hafa setið í
fyrirrúmi. Nú þurfa þessir flokkar, einkum og sér í lagi, þeir sem lengst hafa skipað meirihluta í borgarstjórn, sannarlega á endurmenntun  að halda.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 22:38

7 identicon

Tuttugu þúsund sex hundruð sextíu og sex kjósendur í Reykjavík, létu trúðinn Jón Gunnar Kristinsson, hafa sig að algjörum fíflum !

 Drengur sem vart kann móðurmálið, hvað þá önnur tungumál, gerður að borgarstjóra höfuðborgar Íslands !!

 Voru Íslendingar ekki búnir að gera sig að nægilegum kjánum með hruni allra banka landsins á einni viku, þót útlendingar muni nú hlæja sig máttlausa yfir þeim skelfilegu Molbúum sem byggja þetta land - sér í lagi höfuðborgina !

 Og sjálfur varaformaður Samfylkingarinnar, leiðir trúðana í hásætið !!

 Var ekki nóg fyrir Samfylkinguna að tapa 35% atkvæða frá þingkosningunum í fyrra ? Með sama áframhaldi þurrkast Samfylkingin hreinlega út !!

 Fyrir ári var sagt.: " Guð blessi Ísland"

 Í dag má ´bæta við" ... og sér  í lagi aumingja Reykvíkinga" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 23:00

8 Smámynd: Jens Ólafsson

Jæja, best að reyna að svara þessu:

Elvar; ertu viss um að það hafi verið einhver „skrípaleikur“ við lýði síðast liðin 4 ár? Vissulega voru fyrstu  tvö árin nokkuð undarleg, vægt til orða  tekið, en hvaða skrípaleikur hefur viðgengist síðast liðin tvö ár?

Óskar; gott hjá þér en af hverju kaustu þá ekki bara Samfylkinguna beint. Af hverju að koma henni til valda í gegnum Besta flokkinn?

Friðrik; mér dettur ekki í hug að þeir sem kusu Besta flokkinn hafi neitt verið hrifnir af Sjálfstæðisflokknum og skil ekki af hverju þú haldið að ég telji það. Útskýrðu bara betur hvernig Besti flokkurinn muni brjóta upp „patternið“ eins og þú orðar það. Hvernig hafa meirihlutaviðræður BF og Samfylkingar verið öðru vísi en aðrar meirihlutaviðræður?

Stefán; ja það má vel vera að Hann Birna hafi misnotað einhver tækifæri en ég er ekki að tala um fortíðina ég er að tala um nútíðina og hvort BF starfi eftir þeim hugmyndum sem hann hafði frammi í kosningabaráttunni. Hann talaði um ný vinnubrögð og að hann væri til í að starfa með öllum flokkum, af hverju talaði hann þá ekki við alla flokka áður en hann ákvað að fara í viðræður með Samfylkingunni?

Kolbrún; Jón Gnarr er engan veginn verri maður eða verri stjórnmálamaður þó hann hafi ekki háskólagráðu og ég nefni það engu orði. Það kemur málinu ekkert við! Þú segir a kjósendur hafi „hafnað þeim vinnubrögðum, sem borgarfulltrúar í nafni og skjóli fjórflokkanna hafa viðhaft á undanförnum mörgum árum, þar sem einkahagsmunir, fjölskylduhagsmunir og flokksvinahagsmunir hafa setið í fyrirrúmi.“ Og að nú þurfi „þessir flokkar, einkum og sér í lagi, þeir sem lengst hafa skipað meirihluta í borgarstjórn [athugasemd mín] sannarlega  á endurmenntun að halda. Kolbrún, frá því 1996 hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið lengi við völd í Reykjavík og hvað hefur Samfylkingin (og forverar hennar) verið lengi við völd? Sjálfstæðisflokkur = 2 ár, Samfylking = 12 ár. Hvor hefur vinninginn?

Jens Ólafsson, 4.6.2010 kl. 23:38

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Drengur sem vart kann móðurmálið, hvað þá önnur tungumál..."

Hér er væntanlega átt við Jón Gnarr...?!

Fram hefur komið að hann lærði sænsku á sínum tíma, þannig að eitthvað hefur Kalla Sveinss skjöplast í heimildaleitinni...

Varðandi samfó, þá virðist Kalli Sveinss hafa stórar áhyggjur af því að illa geti farið fyrir henni hér í borg. Afskaplega kristilegt hugarfar. Sjálfur er ég hins vegar svo illa innrættur að mér væri nákvæmlega sama þó hún þurrkaðist út.

Haraldur Rafn Ingvason, 4.6.2010 kl. 23:52

10 identicon

Besti flokkurinn lagði áherslu á að koma Jóni Gnarr í þægilega innivinnu þar sem hann gæti komið vinum sínum í góðar stöður. Sá er yfirlýstur tilgangur og hlutverk Besta flokksins. Ekki lofaði Besti flokkurinn öðru en að kosningaloforð yrðu ekki efnd frekar en hjá öðrum flokkum. Ísbirnir, flamingóafuglar, nýir tímar og breytt vinnubrögð,,,,, djók!

Kjósendur aftur á móti fóru að gera sér einhverjar grillur um að hann væri boðberi nýrra tíma og nýrra vinnubragða í stjórnmálum. Það er varla hægt að ásaka Besta flokkinn fyrir fáránlega óskhyggju kjósenda. Þetta er grín framboð, ekta grín og ekkert annað. Kjósendur plötuðu sjálfa sig og hafa ekki fattað það enn. Jón og vinir hans munu þiggja góð laun í 4 ár án þess að gera nokkuð.

sigkja (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband