Til hamingju öll

Ég fór í dag niður í Ráðhús Reykjavíkur til að verða viðstaddur úthlutun nemendaverðlauna og hvatningaverðlauna menntaráðs Reykjavíkur. Ekki svo að skilja að ég hafi verið tilnefndur, síður en svo, en einn nemandi minn í umsjónarbekknum mínum (9. bekk) var tilnefndur af hálfu Vogaskóla. Alls voru þetta 29 nemendur úr jafnmörgum skólum sem hlutu viðurkenningu, krakkar sem skara fram úr á einn eða annan hátt. Fyrir utan „strákinn minn“ hafði ég sérstaklega gaman að sjá þarna tvo nemendur af erlendur bergi brotnir, sem báðir höfðu komið til Íslands í vetur og náð mjög góðum tökum á íslensku og staðið sig að öllu leyti vel í námi og félagslífi. Þá var einnig ánægjulegt að sjá þarna útnefndan fyrrum nemanda minn úr Hamraskóla, sem ég kenndi um tíma sem forfallakennari fyrir nokkrum árum. En allir nemendurnir 29 áttu greinilega skilið að fá viðurkenninguna og vonandi verður þetta þeim og öðrum hvatning til að standa sig í framtíðinni. Hamingjuóskir handa ykkur öllum.
mbl.is Nemendur og skólar fá viðurkenningu menntaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband