20.5.2008 | 17:04
Hættum að berja höfðinu við steininn
Ferðaþjónustan mótmælir hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2008 | 21:01
Tapað stríð
Sorgleg ákvörðun um hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2008 | 18:05
Forræðishyggja Vesturlanda
Dönsk stjórnmál á suðupunkti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2008 | 22:49
Verð að viðurkenna að þetta kemur mér ekki á óvart
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2008 | 22:32
Obama og presturinn
Ýmislegt hefur verið fjallað að undanförnu um forsetaframbjóðandann Obama og hvernig hann hefur þurft að svara til saka fyrir ýmis ummæli prestsins hans. Bandaríski skopmyndateiknarinn Wiley Miller kemur hér með skemmtilega sýn á þetta mál.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 21:05
Kisur á vergangi.
Nokkuð er liðið frá síðasta bloggi mínu þó svo af nóg hafi verið að taka, mótmælum vörubílstjóra o.fl. Stafar það einfaldlega af miklum önnum við að endurnýja eldhúsið heima hjá mér og við ýmis vorverk. En nóg um það, í dag ætla ég ekki að fjalla um mál líðandi stundar heldur nokkuð persónulegt.
Síðasta sunnudag urðum við vör við lítinn kettling, um 3-4 mánaða, sem var að sniglast í garðinum okkar. Hann var nokkuð styggur í fyrstu en kom svo upp á svalir til okkar þegar við kölluðum á hann og buðum honum skál af kattamat. Eftir smá stund fór hann að hætta sér nær okkur og endaði það með því að hann kom inn til okkar og þaðan hefur hann ekki viljað fara síðan! Þetta er læða, afskaplega blíð og kelin og mjálmar frekjulega á athygli ef henni finnst hún ekki fá nóga. Og elskar að liggja í fanginu á öðru hvoru okkar og mala hástöfum. Það er öruggt að þessi kettlingur er heimavanur, ekki fæddur villtur, hann vissi t.d. strax hvernig ætti að nota kattasand. Við sendum upplýsingar og mynd í Kattholt og einnig í Moggann. Þrátt fyrir það hefur ekki nokkur maður haft samband út af henni. Það fer að læðast að manni sá óþægilegi grunur að einhver hafi hreinlega hent henni út á guð og gaddinn, einhver sem ekki var tilbúinn til að taka ábyrgð á henni lengur. Því miður er allt of mikið um það að kisur séu skildar eftir hér og þar á vergangi. Heimasíða Kattholts er full af slíkum dæmum.
Þessi kettlingur var nógu skynsamur að finna sér hús þar sem búa kattavinir og hver veit nema hún eigi eftir að dvelja hjá okkur áfram. Það er helst gamla fressið á heimilinu, Mikki að nafni, sem er ekkert yfir sig hrifinn af þessum nýja fjölskyldumeðlim. En ég minni hann þá á það að hann var sjálfur kisa á vergangi á sínum tíma, fyrir um 9 árum síðan fann ég hann á flækingi við skiptistöð strætó í Kópavoginum, það var á þeim tíma þegar ég keyrði Kópavogsstrætó. Þá lét ég einnig Kattholt vita og auglýsti í Mogganum en engin gaf sig fram sem kattahaldara (ég tel aldrei rétt að segja að einhver eigi kött) og því hefur hann dvalið hjá okkur síðan.
Af þessu að dæma virðist lítið hafa breyst á þessum 9-10 árum varðandi umhirðu katta, enn er til allt of mikið af fólki sem ekki kann að umgangast dýr og er ekki tilbúið til að taka ábyrgð á þeim dýrum sem það hefur fengið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 21:37
Sekur þar til sakleysi sannast?
Hér fyrr á öldum var réttarfar flestra ríkja með þeim hætti að ef einhver var sakaður um glæp var það viðkomandi að sanna að hann væri saklaus af glæpnum. Oft var því nóg að einhver kæmi með ásökun og héldi því fram fyrir dómi að viðkomandi hafi framið glæpinn, ef sakborningurinn hafði ekki vitni sem gátu borið um annað var hann yfirleitt fundinn sekur og dæmdur til refsingar. Þegar hugmyndir um mannréttindi komu fram á 18. öld, m.a. í kjölfar stofnunar Bandaríkjanna og frönsku byltingarinnar, var þeirri reglu komið á að sakborningur teljist saklaus uns sekt hans sé sönnuð. Það sé því ákæruvaldsins að sanna, svo ekki leiki vafi á, að sakborningur sé sekur en ekki sakborningsins að sanna að hann sé saklaus. Ég held nú að það sé eitthvað sem flestir ættu að vera sammála um að ætti að halda áfram að vera grundvallaratriði í vestrænu réttarfari.
Nú hefur gengið dómur í máli þriggja manna, sem ákærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn við skyldustörf. Enn var fundinn sekur en tveir sýknaðir. Þegar þessi færsla er skrifuð hefur dómurinn ekki enn verið birtur á heimasíðunni www.domstolar.is og því engin leið að gera sér grein fyrir forsendum dómsins. En það kemur ekki í veg fyrir það að fjöldinn allur af fólki tjái sig yfir sig hneykslað um þennan dóm og flest virðist það telja sig hafa meira vit á lögfræði og réttarfari en allir dómarar landsins til saman. Ég held að það væri betra fyrir alla að leyfa dómsvaldinu að starfa í friði, kynna sér dómana og forsendur þeirra á heimasíðu dómstólanna (www.domstolar.is og www.haestirettur.is) og hafa í huga regluna góðu að allir eru saklausir þar til sekt þeirra sannast.
Einn dæmdur og tveir sýknaðir af ákæru fyrir árás á lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.3.2008 | 21:34
Góður punktur!
Þegar ég var að klára færsluna hér á undan sá ég þessa frétt á vef Bæjarins besta og hvet alla til að lesa hana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2008 | 21:33
Olíuhreinsunarstöð, grín eða alvara?
Fyrir nokkrum árum sá ég frétt í sjónvarpinu um fyrirtæki eitt á Íslandi sem hafði uppi stór áform um að framleiða gervigras fyrir ameríska fótboltavelli úr gömlum hjólbörðum. Síðan hefur ekkert frekar heyrst af þessum stórtæku áformum enda stór spurning um hversu raunhæfar þessar hugmyndir voru. Ég verð að segja eins og er að fyrst þegar ég heyrði af hugmyndum um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum hélt ég hreinlega að hér væri mönnum ekki alvara. En því miður hefur komið í ljós að hér er víst full alvara á ferðinni.
Burt séð frá því að talið er svona stöð kæmi til með að þurfa orku á við heila Kárahnjúkavirkjun. En hafa menn virkilega ekki spáð í hina gríðarlegu umferð olíuflutningaskipa inn og út fjörðinn og kringum landið? Í fréttum RÚV um daginn kom fram að um 160 skip kæmu á hverju ári með farm til og frá svona stöð. Eins og Páll Bergþórsson hefur bent á stafar skipum mikil hætta af hafís út af Vestfjörðum og því er að hans mati mjög óskynsamlegt að staðsetja olíuhreinsunarstöð þarna.
Sumt sem sagt hefur verið um þessa stöð er varla hægt að lýsa öðruvísi en furðulegu, svo ekki sé meira sagt. Ein kona segir á bloggi sínu að þetta sé mjög umhverfisvænn rekstur þar sem það sé svo mikið notað af matarolíu (!) á heimilum og veitingastöðum að ekki veiti af svona stöð til að endurvinna hana (!!!). En þegar vel gefið og gáfað fólk er farið að láta þá vitleysu út úr sér að svona stöð gæti verið kostur fyrir ferðaþjónustuna þá get ég ekki orða bundist. Um daginn var haldið málþing á Ísafirði um þetta mál og þegar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, hafði bent á að svona stöð fylgdi gríðarlega sjónmengun af stöðinni og að hún muni skaða ímynd Vestfjarða fyrir ferðamenn lét Ólafur Egilsson, einn þeirra sem vill reisa stöðina, það út úr sér að margir ættu eftir að gera sér ferð í skammdeginu til að sjá ljósadýrð stöðvarinnar (!). Ja hérna! Ég held að það væri réttast að Ólafur myndi kynna sér upplýsingar um hvað erlendir ferðamenn eru að leita eftir þegar þeir koma til Íslands. Ég get alveg fullyrt það af minni reynslu að þeir eru ekki að leita að stóriðjuverum til að skoða! Og þar fyrir utan er yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna á ferðinni yfir sumarmánuðina þegar lítið færi fyrir hugsanlegri ljósadýrð!
Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mjög mikið á síðustu árum og spáð er meiri fjölgun á næstu árum. Það er hins vegar staðreynd að Vestfirðir hafa orðið nokkuð útundan í þessu. Sem dæmi má nefna að nýting gistirýmis á Íslandi 2005 var lægst á Vestfjörðum eða 23,4% þegar það var 37,2% á öllu landinu. Það sem mér hefur fundist vera helstu skýringar á þessu er að annars vegar hefur vegakerfið ekki verið með besta móti á Vestfjörðum og hins vegar hefur nokkuð skort á nægilega góða aðstöðu gagnvart ferðamönnum, hvort sem um er að ræða gistingu, veitingastaði eða afþreyingu. Þetta gerir t.d. okkur, sem starfa við að skipuleggja og selja ferðir fyrir erlenda ferðamenn, erfiðara fyrir að skipuleggja ferðir fyrir stærri hópa. Það virðist gleymast að það dugar ekki að bíða eftir að ferðamenn komi, þeir koma einfaldlega ekki fyrr en þegar aðstaðan til að taka á móti þeim er til staðar. Og möguleikarnir á að fjölga ferðamönnum á Vestfjörðum eru sannanlega fyrir hendi, Vestfirðir hafa (enn sem komið er) allt upp á að bjóða sem erlendir ferðamenn sækjast eftir. En olíuhreinsunarstöð er ekki til að styrkja þá möguleika, heldur þvert á móti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 17:08
Smá kjarabót
Var að slá á að þetta geri tæpar 15.000 kr. eftir skatt hver greiðsla, eða 45.000 samtals. Smá kjarabót það. En það sem mér finnst eiginlega merkilegast við að sveitarfélögin séu farin að greiða svona viðbótar- eða álagsgreiðslur er að þeim er það í raun ekki heimilt skv. samþykktum Launanefndar sveitarfélaga. Það er, einstökum sveitarfélögum er ekki heimilt að greiða meira en það sem kjarasamningurinn segir. En nú heyrist ekki orð frá Launanefndinni, sem er mjög gott. Kannski bendir þetta til að næstu samningar KÍ og launanefndarinnar verði lágmarkssamningar, þ.e. um lágmarkslaun en einstök sveitarfélög geti greitt hærri laun ef þau ákveða svo. Ég held að það væri ein besta leiðin til að hækka laun kennara, að hætta að njörva niður launin í miðstýrðum samningum.
Kennarar í Reykjavík fá álagsgreiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.3.2008 kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)