Hverfa störf við einkavæðingu?

Ekki er hægt að skilja Dag á annan veg en að störf við strætóakstur, sorphirðu, kennslu o.fl. leggist af ef viðkomandi starfsemi er einkavædd. En aka strætisvagnar Hagvagna kannski mannlausir? Eða eru engir kennarar í Tjarnaskóla og öðrum einkaskólum? Varla, ætli störfin verði ekki áfram til þó svo að einhverjar stofnanir verði einkavæddar.

Ekki það að svona málflutningur af hendi Dags komi á óvart, hann er snillingur í að tala mikið án þess að segja nokkuð af viti.


mbl.is „Mörg hundruð störf í húfi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Þetta er rétt hjá Degi .

1. Strætóverð hækkar því það þarf að aka fyrir kostnaði og þýðir það að lokum að færri kjósa sér þessa farleið.

2. Strætóbílstörfum fækkar því það að velja hagkvæmustu leiðirnar sem gefa mestan arð fyrir fyrirtækin en hin verða lögð niður.

Samgöngur verstna því og kemur það sér illa fyrir fyrirtæki sem t.d þurfa á strætósamgöngum að halda.

Brynjar Jóhannsson, 27.3.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: Jens Ólafsson

Brynjar, hvað áttu við?

1. Er strætóverð í dag mismunandi eftir því hvort þú tekur leið 3 (sem borgarstarfsmenn aka) eða leið 4 (sem starfsmenn Hagvagna aka)?

2. Fjöldi leiða og tíðni fer ekki eftir því hvort fyrirtækið, sem ekur, er borgarfyrirtæki eða einkafyrirtæki heldur eftir því hvað sveitarfélögin vilja leggja mikinn pening í almenningssamgöngur.

Hitt er svo annað mál að ég er alls ekki talsmaður einkavæðingar strætó og er eindregið fylgjandi því að sveitarfélög bjóði upp á öflugar almenningssamgöngur. Þrátt fyrir það finnst mér Dagur vera snillingur í að tala og tala án þess að segja neitt af viti.

Jens Ólafsson, 27.3.2010 kl. 17:12

3 Smámynd: Promotor Fidei

Jafngáfað og vel meinandi og þetta fólk á vinstri væng íslenskra stjórnmála er, þá furðar maður sig stundum á hugsunarhættinum.

Einkavæðing felur ekki í sér skerðingu þjónustu, og ef störfum fækkar við einkavæðinguna en sama þjónustustig helst þá þýðir það einfaldlega að þjónustan hefur verið rekin með óhagkvæmum hætti af hinu opinbera -sem er yfirleitt raunin.

Þessi yfirlýsing hjá Degi virðist vera augljós hræðsluáróður til að tryggja að starfsmenn borgarinnar kjósi ekki hægri. Markmiðið er ekki að tryggja borgarbúum betri þjónustu og lægri skatta, heldur vernda óhagkvæm störf og áframhaldandi ítök þeirra sem völdin hafa nú.

Varðandi almenningssamgöngur þá er alveg sjálfsagt að bjóða reksturinn út, en þá að sjálfsögðu með vandlega skilgreindum þjónustukröfum. Hitt er svo annað mál að skipulag höfuðborgarsvæðisins hentar mjög illa fyrir almenningssamgöngur, og veðurfarið sömuleiðis. Best væri að ríki og borg drægju úr álögum á almenning, þ.m.t. svimandi tolla og skatta á bila og bensín -þá gætu allir haft efni á að komast milli staða á sínum einkabíl, eða með leigubíl enda yrði farið með Taxa vitaskuld töluvert lægra.

Promotor Fidei, 27.3.2010 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband