Ég er heilalaus fáviti og landráðamaður

Ekki veit ég hvort þeir, sem til mín þekkja, myndu taka undir þessa lýsingu á mér. En þetta eru lýsingaorðin sem notuð eru á blogginu um þá, sem geta hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn: „landráðamaður“, „styðji mannréttindabrot“, „heilalausir fávitar“.

Þá segir í einni athugasemd á einum stað að Sjálfstæðisflokkurinn sé „sértrúarsöfnuður spilltra veruleikafirrtra landráðamanna“ og að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú bjóða fram megi líkja við „að nasistaflokkurinn með Göring í fararbroddi hefði verið í framboði til þýska ríkisþingsins eftir stríðið“. Og ennfremur að það ætti að „banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum“ enda sé hann „landráðaflokkur“.

Það er ótrúlegt hvað mörgum virðist vera fyrirmunað að geta skrifað bloggfærslur með málefnalegum rökum þar sem almennrar kurteisi er gætt. 

Í þessu sambandi bendi ég á góða bloggfærslu hjá Gísla Frey Valdórssyni, en hún fjallar einmitt um þennan skort á almennri kurteisi og röksemdafærslum í bloggskrifum í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband