Ekki henda mótmælaskiltunum!

Ég held svei mér þá að það væri bara fínt að fá áframhaldandi ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms Joð. Þegar ráðherrar eru uppteknari að því að reka mann og annan og banna vændi og nektardans en að rétta við þjóðarbúið, þá er ekki von á góðu. En samt held ég að það væri gott fyrir almenning að fá aftur að kynnast hreinræktaðri vinstri stjórn (var einhver að tala um skattahækkanir?). Og einnig bara gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera nokkur ár í stjórnarandstöðu, það var hollt fyrir flokkinn í Reykjavík og sama á nú við í landsmálunum. En mótmælendurnir ættu samt ekki að henda mótmælaskiltunum alveg strax, ástandið gæti nefnilega bráðum orðið þannig að þá væri fyrst rétt að hrópa „helvítis fokking, fokk!“.
mbl.is Samfylking og VG með samtals 55,8% - 38 þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

auðvitað á ekki að henda mótmælaspjöldunum.  Skattahækkanir og fleira mun koma, ekki borga vinstri, nú eða hægri mennirnir eða vinir þeirra þessar ofurskuldir sem fyrir "óheppni" og "tilviljun" hafa ratað á okkar ábyrgð...

Það er rétt hjá þér, fólk sofnaði við það að koma fyrstu ófétunum frá, það áttar sig ekki á því að það þarf svo miklu meira til að leiðrétta þetta mein, svo mikið að hriktir í öllu kerfinu okkar.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Ég held að vinstristjórn yrði aldrei mótmælt, sama hversu illa hún klúðraði málunum. Fólki er skítsama hvernig það hefur það, svo lengi sem nágranninn hefur það ekki betra -- það er kjarninn í vinstrisveiflunni. Þegar fólk áttar sig á því að fýla út í Sjálfstæðisflokkinn er ekki nógu efnismikil stefnuskrá til að stjórna þjóðríki, þá fyrst fáum við einhverja vitræna umræðu um hægri eða vinstri.

Þórarinn Sigurðsson, 19.3.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já er ekki ástæðulaust að vera með fýlu út í fjármálasnillinga Sjálfstæðisflokksins? Mikill óskapa sjúkdómur er nú þessi flokkshollusta. Sjálfstæðisflokkurinn mælist ennþá í skoðanakönnunum og ég tel meiri líkur en minni á því að hann komi að manni í flestum eða öllum kjördæmum.

Er fólki bara sjálfrátt?

Vinstri menn eru svosem ekkert óvanir því að þrífa upp eftir íhaldsbjálfana, en aldrei hefur nú flórinn verið álíka og núna. Ég tel það mikla bjartsýni að þeim takist það til fulls á einu kjörtímabili.

Árni Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband