Að axla ábyrgð eða hlaupast undan henni?

Óhætt er að segja að frétt dagsins sé afsögn Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra. Viðbrögð fólks hafa verið nær á einn veg; að hér hafi hann loksins „axlað ábyrgð“ á ástandinu, helst þó full seint. En hvað er að axla ábyrgð? Hvernig axla ráðherrar ábyrgð eins og staðan er í dag? Íslendingar standa frammi fyrir stærri vandamálum í efnahagsmálum en í háa herrans tíð. Núverandi ríkisstjórn er að standa í viðamiklum bjögunaraðgerðum í samstarfi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Sjaldan hefur nokkur ríkisstjórn unnið undir jafn miklu álagi og ráðherrar og aðrir þingmenn setið undir gífurlegu áreiti fjölmiðla og almennings. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa nú viðurkennt og samþykkt að boða þurfi til kosninga í vor. Þá verða verk þessarar ríkisstjórnar, þar með talið það sem unnið hefur verið að á undanförnum mánuðum, lögð undir dóm kjósenda og allt stefnir í að sá dómur verði þungur. Björgvin G. Sigurðsson hefur nú ákveðið að stökkva frá borði og stuðla því frekar að því að ríkisstjórnin springi og hér verði stjórnarkreppa fram að kosningum (nei, það verður flóknara en margur heldur að mynda hér starfhæfa ríkisstjórn fram að kosningum) og jafnvel vel fram yfir kosningar (en um möguleikann á stjórnakreppu eftir kosningar fjalla ég betur um í annarri færslu). Því hefur hann að mínu mati ekki axlað neina ábyrgð, hann hefur frekar hlaupist undan þeirri ábyrgð að hafa hér starfhæfa ríkisstjórn fram að kosningum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband