En hvað með störf sem tapast í staðin?

Helstu rök hvalveiðisinna eru að með því að leyfa hvalveiðar skapist ný störf, eða um 200-300 störf. Vel má vera að það sér rétt en hvað með þau störf í ferðaþjónustu sem gætu tapast á móti? Við, sem störfum í ferðaþjónustu, vitum vel að hvalveiðar og ferðaþjónusta (og þá er ég ekki bara að tala um hvalaskoðun), fara illa saman. Þó svo að mitt fyrirtæki sé bara smáfiskur í bransanum rigndi yfir mig á tímabili tölvupóstur með mótmælum gegn hvalveiðum. Árið 2006 voru gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu tæp 13% af útfluttum vörum og þjónustu, næst á eftir sjávarútvegi og stóriðju. Og ferðaþjónusta og tekjur af henni ætti að geta aukist á næstu mánuðum og árum ef rétt er haldið á spilunum. En hvalveiðar eru ekki gott útspil í því sambandi og til lítils að skapa störf í kringum hvalveiðar ef störf og tekjur í ferðaþjónustu minnka að sama skapi.

Og á sama tíma og mikið er talað um að hlusta eigi á hagsmunaðila í sjávarútvegi er fussað og sveiað yfir sjónarmiðum hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og jafnvel látið að því liggja að hvalaskoðunarfyrirtæki fái greiðslur frá hvalaverndunarsamtökum til að halda uppi gagnrýni á hvalveiðar. Já, hún er ekki alltaf sem málefnalegust umræðan í þjóðfélaginu.


mbl.is 200 störf slegin út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Hvað ertu að bulla. Aukning ferðamanna hefur aldrei verið meiri eftir að við fórum að veiða hval aftur eftir bannið. Þessi hræðsluáróður grænfriðuna er ekkert nema innantómt blaður, það hefur marg sýnt sig.

Mig langar að vita; hafa einhver störf tapas undanfarin ár vegna hvalveiða?

Stefán Gunnlaugsson, 3.2.2009 kl. 15:51

2 identicon

Stefán: Þú telur sem sagt að hvalveiðar sé eini þátturinn sem hefur stuðlað að aukningu ferðamanna. Það gæti allt eins verið að ferðamönnum hefði fjölgað ennþá meira ef hvalveiðar hefðu ekki hafist að nýju.

Ég vil sjá einhver gögn sem sýnir fram á hvort og þá hvaða áhrif hvalveiðar hafa á ferðamennskuna, gögn sem byggja á einhverju öðru en tilfinningalegum rökum.

Karma (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Kristján Logason

Menn gleymdu að hugsa málið til enda. Ferðamannatíminn er að koma og búast má því miður við einhverjum afbókunum. Ef menn hefðu beðið með málið fram á haust og skoðað það þá má vera að hægt hefði verið að ná sátt í málinu

Vonandi að þesi ákvörðun skemmi ekki of mikið 

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 16:02

4 identicon

Það eru enginn rök sem styðja það að hvalveiðar hafi áhrif á ferðamannaiðnaðinn, Hvalaskoðunarfyrirtæki æptu mikið þegar vísindaveiðarnar hófust fyrir nokkrum árum og sögðu að greininn legðist af og hvað gerðist? eru ekki öll þessi fyrirtæki farin á hausinn? Ekki allveg aukningin hefur verið mikil og jöfn seinustu ár og engin undantekning þau ár sem byrjað var að veiða hval aftur

Útrásarfyrirtæki og útflutningsaðilar sögðu að áralöng uppbygging á viðskiptasamböndum og velvild myndi þurkast út, ekki hefur neinn komið framm með dæmi um að nokkur sambönd eða velvild hafi tapast( allavega ekki vegna hvalveiða) :)

Andstæðingar sögðu að enginn markaður væri fyrir kjötið og hlakkaði mikið í þeim þegar fréttir bárust af kjaftfullum fyrstigeymslum og sögðu " sko það vill enginn kaupa þetta! við sögðum ykkur þetta! en eina ástæðan var rannsóknir og mælingar á kjötinu áður en grænt leyfi kæmi um að fara með það á markað, nu er yfirstéttarfólk í japan búin að éta úr öllum fyrstigeymslunum og borgað með bros á vör 12-15 þus kr á kílóið miðað við núverandi gengi

kv Hannes Már

Hannes Már Jónsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 19:40

5 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Góðir punktar Hannes Már.

Karma og Krisján. Ég spurði: "Mig langar að vita; hafa einhver störf tapas undanfarin ár vegna hvalveiða?"

Ég sagði ekki að þessi aukning ferðamanna væru hvalveiðum að þakka, en ég get engan veginn séð að hvalveiðar séu að "skemma" eitthvað fyrir ferðamannaiðnaðinum eða öðrum atvinnugreinum.

Stefán Gunnlaugsson, 3.2.2009 kl. 21:29

6 identicon

Ég var bara að benda á það að ekki er hægt að setja beint samasem merki á milli breytinga á fjölda ferðamanna og hvalveiða. Aukning (eða fækkun) getur orðið burt séð frá hvaða áhrif hvalveiðar hafa.

En eins og ég sagði áður þá vil ég sjá einhver gögn um þessi mál, það hljóta einhverjir að hafa framkvæmt hlutlausar óháðar rannsóknir á málinu. Ég hef engan áhuga á lobbíisma hvorki frá útvegsmönnum né hvalfriðunarsinnum.

Karma (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband