Lýðræðisást mótmælenda

Það hefur verið fastur liður hjá mér á Gamlársdag að fylgjast með Kryddsíldinni á Stöð 2. Og í dag var ætlunin að hafa sama háttinn á og var með kveikt á
sjónvarpinu á meðan ég var að undirbúa steikina fyrir kvöldið.  Í þessum þætti, sem löng hefð er komin á, mætast formenn stjórnmálaflokkanna til að gera upp árið og í ár var
virkilega spennandi þáttur framundan þar sem búast mátti við snörpum
orðaskiptum þeirra á milli. Og sérstaklega var beðið eftir að forsætisráðherra kæmi í hús því þá mátti búast við föstum skotum frá Steingrími joð og jafnvel Guðjóni Arnari. En hvað gerist? Fámennur hópur mótmælenda mætir á staðinn og reynir allt hvað hann getur til að trufla umræðurnar og vinnur svo slík spjöll á tæknibúnaði Stöðvar 2 að það þurfti að hætta þættinum. Fólk, sem hæst galar um lýðræði, sá til þess að þorri þjóðarinnar missti af því tækifæri að sjá formenn stjórnmálaflokkanna takast á um málin á lýðræðislegan hátt. Vafalaust eiga þó nokkrir eftir að verja þessar aðgerðir og eflaust verður nornin þar fremst í flokki. En ég held að flestir Íslendingar séu farnir að átta sig á að þetta fólk talar alls ekki í nafni þjóðarinnar. Og lýðræðissinnar eru það svo sannarlega ekki, það sannaði það svo rækilega í dag.
mbl.is Lögreglumaður kinnbeinsbrotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rosalega er ég sammála þér. Það er munur á friðsömum mótmælum og ofbeldi og skemmdarverkum. Ég er ekki sátt við ástandið í þjóðfélaginu en þarna gengu mótmælendurnir alltof langt. Verður morð næst?

Björg (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Einmitt! Hvað telur þetta pakk sig græða á því að koma í veg fyrir að málin séu rædd? Hvað græðir það á því að skemma eigur þeirra sem enga sök eiga á því hvernig komið er fyrir þjóðinni?

Skítapakk sem fékk það sem það átti skilið (piparúðann meina ég)!

Björg Árnadóttir, 31.12.2008 kl. 18:03

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikið rosalega vorkenni ég fólki sem varð fyrir truflun á sjónvarpsdagskránni í dag.. þið eigið samúð mína alla.

Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 18:29

4 identicon

Hahahahahahaha þetta kallast að hitta naglann á höfuðið.

Fólk er reiðara yfir því að missa af sjónvarpsdaskránni en að það sé verið að setja þau á hausinn af spillingarvöldum :D

Aðeins á Íslandi.

Már (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 19:46

5 Smámynd: Jens Ólafsson

Óskar og Már virðast eitthvað misskilja þessa færslu mína. Ég sef alveg rólegur þó ég missi af Kryddsíldinni eitt Gamlárskvöld. En ég stend við það að fólkið sem lét öllum illum látum í dag við Hótel Borg er ekki að tala fyrir hönd almennings á Íslandi og það hefur ekki snefil af virðingu fyrir lýðræði þó svo að það gali hæst um lýðræði þegar „lýðræði“ í þeirra huga merkir að láta öllum illum látum og espa lögregluna upp. Og að standa fyrir spjöllum á eigum Stöðvar 2 sýnir ljóslega að lýðræði og málefnaleg umræða er ekki það sem þetta fólk sækist eftir.

Jens Ólafsson, 31.12.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband