24.1.2008 | 20:39
Stjórnmál, þroski og lýðræði.
Það var áhugavert að sjá fréttir af borgarstjórnarfundinum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Fjöldi ungs fólks var þar samankomin til að tjá ást sína á lýðræðinu með hófstilltum, málefnalegum og rökfastum málflutningi. Jafnvel þótt framkoma ungmennanna hafi á köflum frekar minnt mig á Gettu betur eða Morfís fór ekki fram hjá neinum að hér voru sannir lýðræðissinnar á ferð. Hópurinn passaði einsaklega vel upp á að halda fundarsköp og að leyfa öllum að tjá sig truflunarlaust, enda byggist lýðræði á því að gefa fólki tækifæri á að tjá sig. Og þessi hófstillta og málefnalega framkoma þeirra kristallaðist einkum í orðunum: Þú ert enginn "fokkings" borgarstjóri. Jafn rökfastan og málefnalegan málflutning hef ég ekki heyrt í langan tíma. Það er náttúrulega engin spurning að það verður að fá þennan dreng, sem lét þessi orð falla, til forystu í stjórnmálum! Miðað við framkomu hans í dag er hér greinilega á ferð framtíðar leiðtogaefni og bara spurning hvort það verði hjá VG eða Samfylkingunni.
Segja atburðina í Ráðhúsinu sögulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.