Kærur og kosningar

Ýmislegt hefur verið  sagt og skrifað um ummæli Þórunnar Guðmundsdóttur um mögulegt framboð Ástþórs Magnússonar og kæru hans í kjölfarið. Ég get ekki sagt að ég hafi orðið hissa á kæru hans og því að birta hana í dagblaði, annað eins hefur maðurinn afrekað hingað til. Á einni bloggsíðu fann ég færslu þar sem notaðar voru lýsingar eins og: „hér gengur ekki heil manneskja til skógar“, „veruleikafirrt“, „hrokafullt“, „bara ekki heil á geði“. Var viðkomandi bloggari að skrifa um Ástþór Magnússon? Ónei, þessar lýsingar notaði hann um Þórunni! Já, svona geta sumir verið öfugsnúnir í tilverunni.

Annars væri ég ekkert ósáttur við að Ástþór næði að bjóða sig fram í sumar, þá væri Ólafur Ragnar að minnsta kosti ekki sjálfkjörinn og maður hefði aftur tækifæri til að mæta á kjörstað til að skila auðu (en Nota Bene; það er leið okkar, sem erum ekki sátt við ÓRG, til að koma þeirri afstöðu okkar á framfæri).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband