Veit Dagur ekki betur?

Maður mætti ætla að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum þekki lög og reglur um kosningar til sveitastjórna. Í lögum um kosningar til sveitarstjórna segir að kjörtímabil sveitastjórna sé fjögur ár og ekki er gert ráð fyrir þeim möguleika að efna til kosninga innan þess tíma. Því eru ummæli Dags óskiljanleg. Annað hvort þekkir hann lögin ekki betur (sem væri afskaplega alvarlegt mál) eða þá að hér er um hreina óskhyggju að ræða. Það ætti að vera hægt að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir hagi málflutningi sínum með þeim hætti að þeir tali um hvernig hlutirnir eru í raun og veru, ekki hvernig þeim finnst að þeir ættu að vera. Sá möguleiki, að efna til kosninga til borgarstjórnar í Reykjavík, er einfaldlega ekki til staðar. Alveg óháð því hvaða skoðun maður hefur á myndun þessa meirihluta eða annars. Það vill gleymast í þessari umræðu að það er ekkert nýtt að meirihluti í sveitarstjórn falli og að nýr sé myndaður. Þó það hafi ekki gerst áður í Reykjavík hefur það gerst í öðrum sveitarfélögum í sögunni. Jafnvel þannig að kjörnir fulltrúar hafi skipt um flokk á miðju kjörtímabili. En eins og svo margt í umræðunni þessa daga vill þetta gleymast í öllum hamaganginum.


mbl.is Dagur: Í dag ætti að kjósa í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Jens frændi, það er ekki gott ef Dagur hefur ekki þekkingu á  lögunum. Hann heldur víst að hann yrði kosinn ef kosningar færu fram í dag.

kveðja frá Sigrúnu frænku.

Sigrún Óskars, 25.1.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband