Færsluflokkur: Bloggar

Góður punktur!

Þegar ég var að klára færsluna hér á undan sá ég þessa frétt á vef Bæjarins besta og hvet alla til að lesa hana.


Veit Dagur ekki betur?

Maður mætti ætla að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum þekki lög og reglur um kosningar til sveitastjórna. Í lögum um kosningar til sveitarstjórna segir að kjörtímabil sveitastjórna sé fjögur ár og ekki er gert ráð fyrir þeim möguleika að efna til kosninga innan þess tíma. Því eru ummæli Dags óskiljanleg. Annað hvort þekkir hann lögin ekki betur (sem væri afskaplega alvarlegt mál) eða þá að hér er um hreina óskhyggju að ræða. Það ætti að vera hægt að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir hagi málflutningi sínum með þeim hætti að þeir tali um hvernig hlutirnir eru í raun og veru, ekki hvernig þeim finnst að þeir ættu að vera. Sá möguleiki, að efna til kosninga til borgarstjórnar í Reykjavík, er einfaldlega ekki til staðar. Alveg óháð því hvaða skoðun maður hefur á myndun þessa meirihluta eða annars. Það vill gleymast í þessari umræðu að það er ekkert nýtt að meirihluti í sveitarstjórn falli og að nýr sé myndaður. Þó það hafi ekki gerst áður í Reykjavík hefur það gerst í öðrum sveitarfélögum í sögunni. Jafnvel þannig að kjörnir fulltrúar hafi skipt um flokk á miðju kjörtímabili. En eins og svo margt í umræðunni þessa daga vill þetta gleymast í öllum hamaganginum.


mbl.is Dagur: Í dag ætti að kjósa í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, því ekki að hafa jólin í janúar?

herman20080112223505

Í upphafi

Jæja, þá hefur maður loksins látið verða af því að stofna bloggsíðu. Það sem endanlega rak mig rólegheitamanninn út í þetta var að ég varð að hneykslast yfir því að engar strætóferðir verða á Jóladag að þessu sinni.  Ég held alltaf að sem gamall strætóbílstjóri hafi ég rétt á að tjá mig um þessi mál, þó svo að reynsla mín af því sé svo sem ekki góð. Einu sinni í gamla daga var ég nefnilega settur á svartan lista hjá þáverandi stjórn SVR (eins og fyrirtækið hét þá) fyrir að skrifa um málefni þess í Moggann (held að það sé enn hægt að finna þessar greinar í greinasafni Moggans). Já, af öllu því sem er hægt er að taka var það þetta sem gerði útslagið. En fyrst að ég er búinn að láta verða af þessu mun ég nú eftir hátíðina fara að setja hér inn ýmsar hugleiðingar mínar um hitt og þetta s.s. stjórnmál, tónlist, kvikmyndir, ferðaþjónustu og annað það sem ég hef áhuga á.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband