Aðdáunarvert langlundargeð lögreglunnar

Í öllum þeim hamagangi sem gengið hefur á í vetur hef ég dáðst að þolinmæði og langlundargeði lögreglunnar gagnvart mótmælendum. Og síðustu daga hef ég sérstaklega dáðst að þessu þar sem lögreglumenn hafa þurft að sitja (eða frekar standa) undir margs konar sendingum frá mótmælendum, bæði af munnlegum og áþreifanlegum toga. Þrátt fyrir það hafa þeir haldið ró sinni og látið ótrúlegustu hluti yfir sig ganga. Lögreglumenn eru langt frá því einsleitur hópur, frekar en aðrar stéttir manna s.s. leiðsögumenn eða kennarar (stéttir sem ég tilheyri), og margir þeirra eru vafalaust í hjarta sínu sammála mörgu því sem mótmælendur hafa haldið fram. En þeir hafa á síðustu dögum sýnt einstaka fagmennsku og þolinmæði. Fyrir það eiga þeir lof skilið. Því í mörgum öðrum lýðræðisríkjum væri mun harkalegar tekið á fólki, sem hefur frammi þá hegðun sem við höfum orðið vitni að.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Sammála þér Jens.  Lögreglan hefur unnið gott verk og haldið ró sinni ótrúlega vel.  Mótmælendur hafa ekki komið vel fram við lögregluna þar sem lögreglan er aðeins að sinna sinni vinnu og gerir það mjög vel.  Það sést best núna hvað við eigum góða og hæfa lögreglumenn.

Þórður Ingi Bjarnason, 22.1.2009 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband