Verð að viðurkenna að þetta kemur mér ekki á óvart

Ég verð að viðurkenna að þetta kemur mér ekki á óvart í ljósi síðustu atburða. Hitt er svo annað mál  að Jakob Magnússon hefur alltaf verið duglegur að koma sjálfum sér á framfæri og pota sér áfram. En það var þó alveg óþarft af Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn að samþykkja þennan gjörning Ólafs F. Ég er í raun hjartanlega sammála því viðhorfi, sem kom fram í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins síðustu helgi. Og við þurfum að stokka rækilega upp framboðslistann fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Ástandið er orðið slæmt þegar maður getur lítið annað sagt til varnar meirihlutanum en að ástandið væri verra ef „Tjarnakvartettinn“ kæmist aftur til valda.
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband