Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Það hefur verið hálf hlægilegt að fylgjast með viðbrögðum vinstri manna síðustu viku eftir að eftirfarandi auglýsing birtist í Morgunblaðinu síðasta sunnudag. Þeir tala digurbarkalega um að hér sé á ferðinni „ný og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni“. Ég  hélt sem snöggvast þegar ég sá þessa fyrirsögn að hér væri verið að fjalla um ógeðfelldan (vinstri) grænan hræring, sem einhverjir óþekktir snillingarnir skvettu inn á kosningaskrifstofur Samfylkingar, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Óþekktir að sjálfsögðu því þeir voru ekki stoltari af sannfæringu sinni en svo að þeir duldust bak við grímur eins og fyrri daginn.

Nei, ekki þykir vinstri mönnum það ógeðfelldar aðferðir, heldur það að upplýsa kjósendur um hvað þeir raunverulega segja og vilja. Það að hækka skatta. En um leið á að lækka laun og fjölga störfum. Lái mér hver sem vill en ég sé ekki hvernig þetta á að geta gengið upp.

 

Skattahækkanir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband