Hvað með ráðuneytisstjórastöðuna?

Ásmundur Stefánsson er sennilega sá maður á Íslandi sem hefur hvað mesta reynslu og sérfræðiþekkingu af bankamálum. Hann hefur orð á sér að vera heiðarlegur og traustur maður sem lætur málefnaleg rök ráða afstöðu sinni. Nú hefur bankaráð Landbankans óskað eftir því að hann sinni starfi bankastjóra tímabundið fram á haust. Steingrímur Joð vill að ekki verði beðið með að auglýsa og ráða nýjan bankastjóra.

Í gær setti sami Steingrímur Joð, Indriða Hauk Þorláksson, fyrrum ríkisskattstjóra með meiru, tímabundið sem ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Indriði er með gífurlega þekkingu og reynslu sem embættismaður hjá hinu opinbera. Hann er jafnframt af þeim sem þekkja til (og ég er þar á meðal) talinn búa yfir sömu mannkostum og Ásmundur Stefánsson.

Hver er eiginlega munurinn á þessu tvennu?  Enginn, í báðum tilfellum er verið að leita til hæfra manna til að taka að sér erfitt starf til skamms tíma. Annað hvort á að auglýsa bæði störfin strax og ráða í þau strax. Eða leyfa þeim, sem best telja, að ráða hæfasta aðilann þar til tími gefst til að auglýsa stöðuna og ráða nýja manneskju.

Eini munurinn er að annar gjörningurinn þóknast Steingrími Joð, hinum ekki.

 


mbl.is Auglýsi stöðuna sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Ólafsson

Ægir kollegi minn.

Munurinn er enginn. Í báðum tilfellum er ráðinn mjög hæfur einstaklingur tímabundið án auglýsingar. Hversu lengi skiptir ekki máli. Og ég styð báðar ráðningarnar, ekki bara aðra. Það er ekki meiri skrípaleikur að ráða Ásmund en að ráða Indriða. Annað hvort eru báðar stöðurnar auglýstar strax eða ráðið er tímabundið í báðar. Það er tvískinnungur að vera sáttur við eina svona ráðningu en gagnrýna aðra. Og báðir eru þeir, Ásmundur og Indriði, sennilega meira nær þér í pólitík en mér.

Jens Ólafsson, 6.2.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband