Börn eiga að fá að vera börn

Þó svo að málflutningur ræðumanna á þessum fundum hafi á köflum verið æði barnalegir, sbr. málflutning laganemans sem ég hef gagnrýnt áður á þessu bloggi, hlýtur það að vera nýtt að tefla fram 8 ára barni sem ræðumanni.  Ég get tekið undir það að hér er á ferðinni skemmtilegt barn og skörulegt og vera má að hún sé afar sjálfstæður einstaklingur, eins og haldið er fram hér, en málflutningur hennar ber þess augljóslega merki að hér er barn á ferðinni. Til dæmis eru fullyrðingar hennar um að Alþingismenn séu „alltaf í fríi“ fjarri lagi raunveruleikanum (sennilega er sjaldfundnari stétt fólks sem fær minna frí en einmitt stjórnmálamenn), þó að þetta hafi fallið vel í kramið hjá áheyrendum. En kannski lýsir það bara mótmælunum í hnotskurn; innantómar staðhæfingar sem hljóma vel í eyrum.

Og í guðanna bænum leyfið börnum að vera börnum áfram, ekki tefla þeim fram í pólitískum hráskinnaleik. 


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Mér finnst alveg með ólíkindum að leyfa barni að standa þarna og hefja raust.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.1.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: Jens Ólafsson

Grétar. Þú tókst kannski ekki eftir því en ég var með hlekk á umfjöllun þína og þau sjónarmið sem þar koma fram. En átta ára barn, þó það sé mjög þroskað og með sjálfstæða hugsun og skoðanir, getur ekki gert sér grein fyrir réttum staðreyndum og því síður tjáð sig efnislega um þær. Hún hefur vafalaust virkað „sjamerandi“ á áheyrendur, en efnislega leggur hún ekkert nýtt til málanna og er málflutningi þeirra, sem standa að þessum mótmælum, ekki til framdráttar.

Jens Ólafsson, 3.1.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér Jens Átta ára barn á ekkert með að vera ræðumaur á mótmælafundi.  Í fréttum var viðtal við hana hún sagði að börn á hennar aldri tala ekki mikið um þetta ástand en pabbi hennar aðstoðar hana við að tala um þetta.  þá er spurning hvað af því sem hún sagði er hennar skoðun er ekki skoðun foreldranna að koma þarna í ljós og senda hana þar sem vitað er að barn fær mikla athygli.  Það á að banna að senda börn á svona mótmælafundi. leifum börnum að vera börn sem lengst.

Þórður Ingi Bjarnason, 4.1.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband