Hver var eiginlega fréttin?

Í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld var að finna furðuleg frétt um meint vanhæfni dómara við Hæstarétt Íslands. Fréttamaðurinn hóf fréttina á að segja að allir núverandi dómarar við Hæstarétt ættu tvennt sameiginlegt, þeir væru allir lögfræðingar (skrítið!) og þeir hefðu allir verið skipaðir af ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Eftir að hafa talið upp hvaða ráðherra skipaði hvaða dómara fór fréttamaðurinn að tala almennt um vanhæfni dómara og velta fyrir sér hvor einhver þeirra kynni að vera vanhæfur í hugsanlegri málsókn í framtíðinni. 

Og loksins klykkir hann út með að „að fréttastofu [sé] ekki kunnugt um nein dæmi þess að því hafi verið haldið fram með rökum að dómarar við réttinn hafi dregið taum Sjálfstæðisflokksins í dómum.“

Hver er þá tilgangur fréttarinnar? Að upplýsa það að dómarar við Hæstarétt séu lögfræðingar!? Kannski á fréttamaðurinn eftir að fylgja þeirri uppgötvun eftir með því að ekki bara séu dómarar við Hæstarétt lögfræðingar heldur einnig allir dómarar við Héraðsdómstólana!

Það að allir núverandi dómarar hafi verið skipaðir af ráðherra Sjálfstæðisflokksins er ekki skrítið í ljósi þeirrar staðreyndar að Sjálfstæðisflokkurinn fór með ráðuneyti dómsmála í 18 ár, eða frá 1991-2009.

Um vanhæfni dómara, eins og annarra embættismann, gilda svo ákvæði Stjórnsýslulaga en fer engan vegin eftir því hvaða ráðherra skipaði dómarann.

Nei, svo virðist sem eini tilgangurinn með „fréttinni“ hafi verið að ýja að því að allir dómarar við Hæstarétt væru vanhæfir vegna meintra tengsla þeirra við Sjálfstæðisflokkinn.

Kannski ætti Blaðamannfélag Íslands og Norrænu blaðamannasamtökin að hafa meiri áhyggjur af „fagmennsku“ fréttamanna en hverjir ritstýra Morgunblaðinu.

frett_942818.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband