24.9.2009 | 20:20
Kjarkmikil ákvörðun
Hvaða skoðun sem fólk hefur á Davíð Oddssyni er þetta óneitanlega kjarkmikil ákvörðun hjá eigendum Morgunblaðsins, vitandi vel hversu umdeildur Davíð er. Sjálfur hef ég ekki miklar áhyggjur af því að Morgunblaðið muni breytast í „varðturn sérhagsmuna ákveðinnar deildar innan Sjálfstæðisflokksins“, líkt og formaður Blaðamannafélagsins orðar það svo smekklega. Eigendur og útgefandi Morgunblaðsins eru það sjóaðir í fyrirtækjarekstri að þeir vita það ósköp vel að slíkur fjölmiðill myndi aldrei halda þeirri útbreiðslu og því trausti, sem Morgunblaðið hefur haft. Og ég efast um að þeir, sem hæst hafa um þetta hér á Moggablogginu, séu yfir höfuð áskrifendur af Morgunblaðinu. Hvað þá að það verði mikill missir af því þó þeir hætti að blogga.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefði líka verið kjarkmikið hjá mbl að ráða Bjarna Ármannsson... kannski ekki alveg jafn mikið þó..
Já vá blaðið er dúndrandi kjark keyrslu.
hilmar jónsson, 24.9.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.