15.9.2009 | 23:26
Vinstri menn alltaf jafn málefnalegir og kurteisir
Ég er satt best að segja hættur að vera hissa á almennum skorti á kurteisi hjá vinstri mönnum og virðingarleysi fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum.
Eða eru menn kannski búnir að gleyma þegar lætin voru hvað mest á borgarstjórnafundinum um árið og fúkyrðum kallað að þáverandi borgarstjóra, Ólafi Magnússyni?
Búsáhaldabyltingin svo kallaða er svo al besta dæmið; hróp gerð að alþingismönnum og ráðherrum, lögregla grýtt með eggjum, skyri og öðru þaðan að verra. Rithöfundur Íslands hreytir í forsætisráðherra og steytir hnefa. Vanhæf ríkisstjórn kyrjað í kór.
En hvað gerist svo? Ný ríkisstjórn tekur við, skuldir heimilanna halda áfram að hlaðast upp, Icesave samningurinn samþykktur, atvinnuleysi eykst, ríkisstjórnin virðist ráðalaus og forsætisráðherrann vill ekki ræða við erlenda fjölmiðla.
En er farið aftur út á torgin og pottar slegnir og kyrjað um vanhæfa ríkisstjórn?
Ó nei, ríkisstjórnin verður víst að fá vinnufrið fyrir mótmælendum. Enda sennilega of uppteknir við að baula á Sjálfstæðismenn í borgarstjórn, fyrst þeim tókst að hrekja þá úr ríkisstjórn. Ríkisstjórnin er að sjálfsögðu ekki vanhæf, bara borgarstjórn Reykjavíkur.
Sala í HS Orku samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Amen við því.
Þórarinn Sigurðsson, 16.9.2009 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.