Öðruvísi kjúklingaréttur

Þessi kjúklingaréttur smakkast ótrúlega vel:

Heill kjúklingur, hlutaður í sundur og settur í eldfast mót
2 dl apríkósumarmelaði
100 gr púðursykur
50 gr smjör/smjörlíki (nota sjálfur alltaf smjör)
2 dl Hunts barbeque sósa
2½ dl rjómi
1 dl sojasósa

Smjörið brætt í potti og allt blandað saman (best að gera það í þessari röð: rjómi, bbq sósa, apríkósumarmelaði, sojasósa, púðursykur).
Hitað, en má ekki sjóða, kælið aðeins niður og hellið yfir kjúklingabitana.
Fatið sett neðst í ofninn og haft í 1-1½ klst eða þar til kjúklingurinn er soðinn í gegn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband