21.2.2009 | 15:22
Að fórna meiri hagsmunum fyrir minni
Jæja, það er þá byrjað að gerast sem við, sem höfum varað við hvalveiðum, höfum óttast að ákvörðun um hvalveiðar skaði viðskipti okkar erlendis og ferðaþjónustuna. Ég get verið fyllilega sammála þeim prinsipp rökum að Íslendingar ættu að hafa leyfi til að nýta sér hvali eins og aðrar náttúruauðlindir í hafinu kringum landið. Og lítill munur sé á því að skjóta hval og slátra kindum eða kúm í sláturhúsi. Allt góð og gegn rök sem við höfum með því að stunda hvalveiðar. Það er bara einn hængur á; andstæðingar hvalveiða erlendis hlusta ekki á rök, það er álíka auðvelt að sannfæra þá um réttmæti hvalveiða og sannfæra Gunnar í Krossinum um réttmæti samkynhneigðar, hvorugur aðilinn hlustar á rök heldur er afstaða þeirra byggð á tilfinningum einum saman.
Hér fyrir neðan er viðtalið við Steingrím í heild sinni og einnig góð grein Ingiveigar Gunnarsdóttur, ferðamálafræðings og leiðsögumanns, um hvalveiðar.
Og hér má sjá fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar um hvalveiðarnar.
Segir fjölda starfa tapast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Veiðimannasamfélagið hefur haft betur í ár og nú er bara að halda Einari K frá stólnum í sjávarútvegsráðuneytinu.
Ekki kjósa Íhaldið
Skorum á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna.
Burt með gamaldags flokkaveldi.
Nýtt lýðveldi - skrifa undir áskorun HÉR
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2009 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.