Yrði ástandið virkilega eitthvað betra?

Á meðan að formaður Samfylkingarinnar er erlendis í læknismeðferð lúffar Samfylkingarfólk í Reykjavík fyrir háreisti mótmælenda. Það er auðvelt að vera í ríkisstjórn þegar vel gengur í þjóðfélaginu og í efnahagsmálum. Það reynir hins vegar fyrst á kjark stjórnmálamanna og dug þegar illa gengur og öll spjót standa að þeim. Þá skiptir miklu að halda haus og haga sér ekki eins og vindahanar eftir því hvernig blæs hverju sinni og eftir því hverjir hafa hæst (sem eru ekki endilega þeir sem njóta mest fylgis). Þeir sem gala nú hæst um „byltingu“ og að þeir tali í nafni þjóðarinnar munu efalaust fagna hressilega verði þessu ríkisstjórnarsamstarfi slitið og boðað til nýrra kosninga.

Og kannski væri þá best fyrir þá að fá hér stjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar, já og væntanlega yrðu Framsóknarmenn að koma þar inn líka, nýbúnir að hvítþvo sig af syndum fortíðar. Steingrímur Joð sem forsætisráðherra, Ögmundur sem fjármálaráðherra, Kolbrún Halldórs sem dómsmálaráðherra (eða kannski Álfheiði Inga frekar, hún væri „kúl“ sem yfirmaður lögreglunnar enda með rétta „attitjúdið“!). Það væri nú ríkisstjórn í lagi!

Nei, ég held nefnilega að þá myndu mótmælendur fljótt komast að því að þá fyrst væri ástandið orðið „helvítis fokking fokk“.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Maður hugsar með hryllingi til þess sem bíður handan hornsins þegar stjórnarslitin verða staðreynd. Það eru margir "Jeltsínar" á ferð núna.

Magnús Þór Friðriksson, 21.1.2009 kl. 23:35

2 Smámynd: Brattur

... veistu, ég held að það sé allt betra en það sem við höfum í dag... Steingrímur J. myndi þó örugglega hugsa um hag heimilanna, en ekki hag bankanna eins og Geir H.  En hvað getur annars versnað?

Brattur, 21.1.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband