6.1.2009 | 22:19
Mega bara sumir vera reiðir?
Það er svolítið kúnstugt að fylgjast með því þessa daga hvernig þeir, sem hæst hafa talað um rétt fólks til að vera reitt, hneykslast nú á að tveir bræður hafi sýnt reiði gagnvart mótmælendum á Gamlársdag. Sama fólk og hefur varið lætin á borgarstjórnarfundinum, þegar fúkyrðum var ausið yfir Ólaf F og félaga, eggjakast í Alþingishúsið og jafnvel lætin við Lögreglustöðina, allt í nafni lýðræðis og málfrelsis, skrifar nú arfahneykslaðar bloggfærslur gegn þessum tveimur mönnum. Jafnvel er ýjað að því að segja ætti mönnum þessum upp störfum og lítið gert úr þroskastigi þeirra, líkt og sjá má í þessari bloggfærslu.
Samkvæmt þessu er í fínu lagi að vera öskureiður út í Davíð, Geir, Ingibjörgu, Jón Ásgeir, Björgólfsfeðga, Bjarna Ármanns og guð má vita hverja. Og ekkert að því að sýna þá reiði með öskrum, köllum, eggjakasti, bumbuslætti, berjandi rúður og þaðan af verra. Já, og það er greinilega í fínu lagi að hrópa að Ólafi F að hann sé enginn fokkings borgarstjóri. En þegar menn reiðast mótmælendum og láta það í ljós gagnvart þeim m.a. með því kalla þá kommúnistadrullusokka, þá ná þeir sömu ekki upp á nefið á sér fyrir reiði og hneykslun.
Nei, það er greinilega ekki það sama að vera mótmælandi eða mótmælandi mótmælenda!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já gangi þér vel
hilmar jónsson, 6.1.2009 kl. 22:22
það er ekkert réttlætanlegt og hóta saklausum mótmælendum ofbeldi.
Hins vegar er það rétt hjá þér að það er ekkert réttlætanlegt við eggjakast og fleira í þá áttina
Raddir fólksins eru m.a. samtök sem hafa tekið þátt í friðsamlegum mótmælum hafa aldrei tekið undir ofbeldi, eggjakast o.fl.
Við hvetjum þig til að mæta á næsta mótmælafund á Austurvelli klukkan 3.
Doddi & Ási (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.