Fjöldinn skiptir ekki máli

Margir hafa gert mikið úr þeim fjölda sem tekur þátt í mótmælunum á Austurvelli hverja helgi. Lögreglan segir eitt og mótmælendur annað. En skiptir máli hversu margir mæta eða skiptir meira máli hversu margir mæta og vita af hverju? Um daginn sá ég mynd í Fréttablaðinu af hópi fólks sem hafði verið að kasta eggjum í Alþingishúsið og veifað mótmælaspjöldum á mótmælafundinum. Á myndinni bar ég kennsl á ungt fólk sem ég hafði kennt. Ég kenni samfélagfræði á unglingastigi þ.e. landafræði, Íslandssögu og þjóðfélagsfræði. Þetta ágæta unga fólk, sem ég þekkti á myndinni, veit ég að þekkir ekki grundvallarhugtök eins og lýðræði, lýðveldi, þingræði, hvað þá að það hafði yfirsýn og þekkingu á þeim atburðum sem hafa átt sér stað að undanförnu. En það er hins vegar þeir fyrstu til að mæta þar sem er „aksjón“ og hasar.

Þegar fréttamaður Stöðvar 2 var að spyrja fólk, sem var að kasta eggjum í Alþingishúsið, hverju það væri að mótmæla varð fátt um svör. Unga konan var að mótmæla „þessu öllu“, eftir að hafa fengið hjálp frá vinkonu sinni, en annars virtist hún ekki geta mikið tjáð sig um hverju hún væri að mótmæla.

Önnur kona virtist skelfing lostin yfir því að „fólk“ færi nú að missa húsnæði sitt í stórum stíl. Vissulega eiga einhverjir eftir að lenda í vandræðum með húsnæðislánin sín en ég leyfi mér þó að efast um að meirihluti almennings eigi eftir að lenda í þeim hremmingum. Ég veit nefnilega af biturri reynslu að það þarf mikið að hafa gengið á áður en til þess kemur að húsnæði er boðið ofan af fólki.

Laganeminn, sem talaði á fundinum í dag, upplýsti í ræðu sinni skelfilega vanþekkingu á Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og almenna vanþekkingu á eðli íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmálum. Og virtist ekki kunna annað svar en að boða hálfgerða byltingu. Mig hryllir við að hún eigi nokkurn tímann eftir að útskrifast sem lögfræðingur ef hún kann ekki að virða eðlilegar leikreglur í stjórnmálum. 

Þannig að það skiptir í raun ekki máli hversu margir mæta á Austurvöll. Það skiptir meira máli hverjir mæta vegna þess að þeir vita af hverju og hverju þeir eiginlega eru að  mótmæla.


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband