Hvað er að gerast?

Varla er verið að tala um allan Kópavog? Frá Kársnesi upp í fjöll (Salahverfi og efri byggðir)? Þekki sjálfur að hafa keyrt strætó í Kópavogi um vetur, það gat orðið lúmsk hálka víða og margar leiðinda brekkur sem maður þurfti að vara sig á (Brattabrekka er t.d. ótrúlega lúmsk miðað við hversu„brött“ hún er í dag). Held þó að flestar þeirra séu ekki lengur innan leiðarkerfis Strætó BS enda er minnihluti vegakerfis höfuðborgarsvæðisins í dag enn hluti af kerfi „almenningssamgangna“ á höfuðborgarsvæðinu. En að hætta alveg akstri? Og eru engir bílstjórar lengur að keyra sem kunna að keyra í hálku? Í dag eru flestir vagnar búnir spólvörn og ABS-hemlum og því ætti svona færð að vera minna mál en í „den“ þegar maður var að keyra vagna sem ekki voru með svona búnað.
mbl.is Hrina árekstra í hálkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Sæl.

Kanski hafa bílstjórarnir þarna í Kópavogi adrei séð snjó áður??

Ekki fyrr en þeir komu hér á skerið

Ingunn Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband