Jæja, þetta var þá ekki ímyndun

Ég fann eitthvað í morgun sem mér fannst vera jarðskjálfti en var ekki viss. Nú veit ég þó að það var ekki ímyndun í mér. Ég hef nefnilega ekki fundið aðal skjálftana á síðustu árum. Þegar 17. júní skjálftinn varð árið 2000 var ég að flytja í Keflavík og fann andartak fyrir smá svima en afgreiddi það sem þreytu. Við fundum þó skjálftann sem varð nokkrum dögum síðar, enda lá maður hálf sofandi upp í rúmi þá. Suðurlandskjálftann síðasta vor fann ég ekki heldur enda á gangi í Laugardalnum á leið heim til mín. Það er samt nokkuð merkilegt hvað Íslendingar verða oft hvumsa við þegar það verður jarðskjálfti, búandi í landi þar sem er stöðug skjálftavirkni sökum landreksins og sem er einnig eldvirkasta land jarðar.
mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband