Sekur þar til sakleysi sannast?

Hér fyrr á öldum var „réttarfar“ flestra ríkja með þeim hætti að ef einhver var sakaður um glæp var það viðkomandi að sanna að hann væri saklaus af glæpnum. Oft var því nóg að einhver kæmi með ásökun og héldi því fram fyrir dómi að viðkomandi hafi framið glæpinn, ef sakborningurinn hafði ekki vitni sem gátu borið um annað var hann yfirleitt fundinn sekur og dæmdur til refsingar. Þegar hugmyndir um mannréttindi komu fram á 18. öld, m.a. í kjölfar stofnunar Bandaríkjanna og frönsku byltingarinnar, var þeirri reglu komið á að sakborningur teljist saklaus uns sekt hans sé sönnuð. Það sé því ákæruvaldsins að sanna, svo ekki leiki vafi á, að sakborningur sé sekur en ekki sakborningsins að sanna að hann sé saklaus. Ég held nú að það sé eitthvað sem flestir ættu að vera sammála um að ætti að halda áfram að vera grundvallaratriði í vestrænu réttarfari.

Nú hefur gengið dómur í máli þriggja manna, sem ákærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn við skyldustörf. Enn var fundinn sekur en tveir sýknaðir. Þegar þessi færsla er skrifuð hefur dómurinn ekki enn verið birtur á heimasíðunni www.domstolar.is og því engin leið að gera sér grein fyrir forsendum dómsins. En það kemur ekki í veg fyrir það að fjöldinn allur af fólki tjái sig yfir sig hneykslað um þennan dóm og flest virðist það telja sig hafa meira vit á lögfræði og réttarfari en allir dómarar landsins til saman. Ég held að það væri betra fyrir alla að leyfa dómsvaldinu að starfa í friði, kynna sér dómana og forsendur þeirra á heimasíðu dómstólanna (www.domstolar.is  og www.haestirettur.is) og hafa í huga regluna góðu allir eru saklausir þar til sekt þeirra sannast.


mbl.is Einn dæmdur og tveir sýknaðir af ákæru fyrir árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og talað útúr mínu hjarta. Held að allir ættu að hafa þetta í huga og hugsanlega setja sig í þau spor að vera sakaður um glæp að ósekju og spyrja sig hvernig þeir myndu vilja hafa þessa reglu. Og líka benda fólki á að þessi regla, "saklaus uns sekt er sönnuð", er í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, nánar tiltekið í mannréttindakaflanum og ætti því að vera virt sem slík.

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:46

2 identicon

Við höfum lesið einhverjar forsendur fyrir niðurstöðu dómsins t.d. á mbl.is.  Það sem hinsvegar fólk veit og hefur góða tilfinningu fyrir er að það kemur ítrekað fyrir að Hæstiréttur kemst að allt annarri niðurstöðu en héraðsdómstólarnir.  Hver er ástæðan fyrir því?  Fór þetta fólk ekki allt í sama skólann?  Af hverju skilar Jón Steinar, yfirsýknari Hæstaréttar, ítrekað séráliti þar sem hann vill sýkna menn.  Þessi svokallaði skynsamlegi vafi, sem ávallt á að vera sakborningi í vil, er ansi oft ekkert skynsamlegur heldur gjörsamlega út í hött.  Við vitum öll að Litháarnir frömdu verknaðinn í sameiningu og málið ætti ekki að standa og falla á því hverjir veittu hverjum hvaða högg.  Þessi menn ættu allir að hljóta sama þunga dóminn.

Uppskrift dómstóla að líkamsárás og manndrápi:  ekki drepa mann með áhaldi (eins og t.d. hnífi eða skotvopni), notaðu hendur og fætur og segðu svo að þú hafir alls ekki ætlað að drepa manninn.  Þá færðu þrjú ár í staðinn fyrir 16.  Líkamsárás skaltu fremja í slagtogi við aðra þannig að ekki takist að sanna hver hafi veitt hvaða högg.  Þú verður mjög líklega sýknaður :-)

Gústaf M. (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Fishandchips

Kannski sumir sakborninganna voru með betri verjendur en aðrir?

Fishandchips, 17.3.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband