23.2.2011 | 23:28
Fyrsta skrefið í að drepa einkaskóla
Allt frá því fyrst var farið að fjalla um málefni Menntaskólans Hraðbrautar í fjölmiðlum var alveg ljóst að núverandi stjórnvöld vildu skólann feigan. Skýrsla ríkisendurskoðunar (ég skrifa ríkisendurskoðun með litlum staf sem fyrrverandi starfsmaður stjórnarráðsins, en þar er gömul hefð að skrifa nöfn ráðuneyta með litlum staf og ríkisendurskoðun var hluti af fjármálaráðuneytinu þar til ca. 1987) byggðist öll á að bera rekstur Hraðbrautar sem einkaskóla við aðra framhaldsskóla, ríkisskóla. Slíkur rekstur er engan veginn sambærilegur. Einkaskóli greiðir til dæmis raunverulegar fjárhæðir í leigu á húsnæði en húsaleiga hjá framhaldsskólum í eigu ríkisins er bara bókhaldsleg.
Svo er tínt til einhver tittlingaskítur eins og að skólastjórinn og eigandinn taki sér langan hádegismat! Það vita það allir sem hafa reynt að reka fyrirtæki að slíkt er ekki 8-16 vinna, heldur miklu frekar 24/7 vinna 365 daga ársins. Og ekkert óeðlilegt að þeir, sem hafa unnið svona í áratugi við að byggja upp fyrirtæki greiði sér arð þegar slíkt er hægt. Miðað við það rekstrarumhverfi sem einkaskólar hafa þurft að búa við er það nánast kraftaverk að einhver eigandi einkaskóla hafi yfirhöfuð getað borgað sér arð.
Og sem fyrrverandi félagsmaður í Kennarasambandi Ísland, vitandi afstöðu þess félags í gegnum tíðina til einkaskóla, er ég ekki hissa á að eigandi Hraðbrautar hafi verið tortrygging í garð KÍ.
En við hverju er svo sem að búast hjá stjórnvöldum þar sem arðgreiðsla er helsta skammaryrðið?
Hvet alla til að kynna sér málflutning forsvarsmanna Hraðbrautar á Youtube:
http://www.youtube.com/watch?v=hOz7p_HvJ84
http://www.youtube.com/watch?v=sCuFfbqlFuk
http://www.youtube.com/watch?v=8dXUSFEVSJc
http://www.youtube.com/watch?v=p5Rm24EKLfI
http://www.youtube.com/watch?v=3oBx1Bt6ygg
http://www.youtube.com/watch?v=tlcSrZmpIZw
http://www.youtube.com/watch?v=gDlU0SX6IQI&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=igf4AyCLqV8
http://www.youtube.com/watch?v=CWwJRU7AH4s
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.