30.6.2010 | 10:49
Ekki fyrir mig
Vissulega er ég hægri-grænn, hægri sinnaður í stjórnmálum en jafnframt áhuga- og stuðningsmaður náttúruverndar. Í stefnuskrá þessa flokks (ef hann kemst einhvern tíman á legg) er hins vegar minnst fjallað um umhverfismál heldur mest um efnahags- og utanríkismál.
Burt séð frá því hef ég ekki trú á nýjum smáflokki, hvort sem hann er hægri-, mið-, eða vinstriflokkur. Eða telji sig vera alveg nýtt afl samanber Hreyfinguna/Borgarahreyfinguna.
Þar að auki hef ég enga trú á Guðmundi Franklín og efast stórlega um að eitthvað sem hann komi nálægt eigi langa lífdaga fyrir höndum.
Hægri-grænir stofna flokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.