Sorglegt

Eins og áður hefur komið fram hjá mér hér á þessu bloggi hefur það varla gerst að við Steinunn Valdís höfum verið sammála í pólitík.

En ég virði fólk sem er einlægt í sinni sannfæringu og heiðarlegt í sinni baráttu. Bæði á við Steinunni. Það er því sorglegt að hún hafi nú þurft að hrökklast úr pólitík út af ofsóknum örfárra einstaklinga, sem telja sig vera betur til þess fallin en aðrir að dæma stjórnmálamenn eins og hana. 

En við hverju er svo sem að búast í dag þegar t.d.allt lítur út fyrir að Besti flokkurinn sigri í Reykjavík? Hætt við að sá góði brandari verði orðinn nokkuð þreyttur eftir 4 ár.

 


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki þreittari en það sem við höfum mátt þola í borg vorri!

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 21:04

2 identicon

Jens! Þetta er ákveðin hugsunarvilla hjá þér. Þegar mikill fjöldi fólks ber efasemdir og vantraust til þingmanns (mundu Jens, þetta eru fulltrúar okkar) er honum einfaldlega ekki stætt sem fulltrúa þjóðarinnar. Þetta snýst ekkert um glæpi eða aðrar gerðir af lögbrotum, þetta snýst fyrst og fremst um traust. Þjóðin hefur orðið fyrir miklu óréttlæti af hendi stjórnmálamanna og bankamanna síðustu árin og ber því miklar kröfur um trúverðugleika þingmanna. Steinunn hefur misst þennan trúverðugleika. Þetta var mjög gott skref hjá henni, kom reyndar alltof seint. Skaðinn er nú þegar skeður fyrir Samfylkinguna í komandi sveitastjórnarkosningum. Steinunn gaf fortóninn, nú þurfa fleiri styrkþegar úr fjórflokknum að koma fram og gera hið sama. Almenningur krefst þess.

Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 21:37

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rétt hjá þér Jens - þetta er fámennur hópur ofbeldiseinstaklinga sem telur sig þess umkominn að dæma fólk frá æru og starfi.

Lítli karlar og kerlingar sem hafa fátt annað til brunns að bera en hávaða og ofbeldi - en hneykslast svo upp um alla veggi ef það á að vara til saka fyrir ofbeldi gegn Alþingi og valdstjórninni - þá er það lýðræðislegur réttu þeirra að brjóta lög.

Þórður - Steinunn "missti trúverðugleika " vegna stanslausra ofsókna lítilmenna sem nutu atbeina Baugsmiðla og RÚV - Hún braut ekkert af sér í styrkjamálinu - Ert þú til í að lúta dómstóli götunnar vegna einhvers brots sem þú framdir ekki? Ert þú til í að taka því með þögn að ofbeldisfólk ráðist að heimili þínu og fjölskyldu vegna brots sem þú framdir ekki?  Það held ég varla. Þú myndir - réttilega - kalla til lögreglu og kæra skrílinn.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.5.2010 kl. 00:47

4 identicon

Ólafur, þú getur ekki metið mitt eigið siðferði. Styrkir til stjórnmálamanna eru í minum augum ekkert annað en mútur. Þegar þú gefur valdamanni pening ætlast þú til að fá eitthvað endurgoldið í formi fyrirgreiðslu eða fríðinda, þetta er einföld regla í siðfræði og sálfræði (allavega eins og ég þau fræði í Háskóla Íslands). Þrýsingur fjölmiðla eða "ofsókna lítilmenna" eins og þú orðar það kemur þessu máli ekkert við. Vel má vera að "tíðarandi" loftbóluáranna hafi leyft þessi vinnbrögð þar sem frambjóðendur tóku við milljónum króna. Hins vegar voru aðrir frambjóðendur sem ekki gátu hugsað sér að þiggja fé af hendi banka eða annarra fyrirtækja, siðferði þeirra mælti einfaldlega gegn því. Afsögn Steinunnar eru einn liður í þeirri mikilvægu hreinsun sem þarf að eiga sér stað í íslensku samfélagi, þetta er þó einungis byrjunin. Ég er sannfærður um að Steinunni líði miklu betur eftir að hafa stigið skrefið til fulls. Það er engin skömm að víkja til hliðar, fyrir því er löng hefð í stjórnmálum Evrópu. Þar fjúka þingmenn/ráðherrar fyrir það eitt að kaupa súkkulaðistykki á kreditkort hins opinbera. Sumir þessara manna hafa síðar endurgoldið traust almennings og tekið sæti að nýju á þingi. Við Íslendingar þurfum að temja okkur meira þær siðferðisreglur sem gilda í Evrópu, Norðurlöndin sérstaklega. Við berum okkur jafnan saman við þau samfélög.

Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband