16.5.2010 | 20:51
Varaformaður Samfylkingarinnar: Reykjavíkurborg vinni sigur á kreppunni
Varaformaður Samfylkingarinnar, sem merkilegt nokk er einmitt Dagur Eggertsson, vill að Reykjavíkurborg vakni, taki forystu og beiti öllu afli til að skapa störf og fjölga tækifærum. Og ekki bara það heldur einnig að Reykjavíkurborg [þurfi] að beita sér og kveikja von til að koma Íslandi út úr kreppunni.
Það er aldeilis.
Og er ekki Samfylkingin einmitt núna í ríkisstjórn, sem hægt er að lýsa sem sofandi, forystulaus og gerir ekkert í að kveikja von um að koma landinu úr kreppunni?
Heldur hann að Reykjavík sé sjálfstætt fyrirbæri sem lúti öðrum lögmálum en afgangurinn af Íslandi?
Af hverju vill varaformaður Samfylkingar ekki að allt Ísland taki forystu og beiti öllu afli til að skapa störf og fjölga tækifærum? Er ekki Samfylkingin í ríkisstjórn og formaðurinn hans forsætisráðherra?
Sannar bara að Dagur er snillingur í að tala og tala, en innhaldið er upp og ofan.
Setja atvinnumál í forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög 2007 - legt plan.
Lán og enn meiri lán.
Síðan stendur allt og fellu með því, að lánin raunverulega komi af stað þeim hagvexti er hann talar um.
Ef bólan springur í andlitið á honum, þá fengi hann í staðinn gjaldþrot.
Ábyrgðalaus stefna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.5.2010 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.