Heiðarleg og heilsteypt manneskja verður fyrir ofsóknum

Það er um aldafjórðungur síðan ég kynntist Steinunni Valdísi (helv. er maður orðinn gamall!) og á þeim tíma hefur verið hægt að telja á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég hef verið sammála henni í pólitík. En allan tímann hef ég vitað að hún er heiðarleg og heilsteypt og einlæg í sinni póltísku sannfæringu, þó önnur sé en mín.

Því þykir mér mjög miður að hér úti í samfélaginu séu til aðilar sem í augnabliks æsingi láta glepjast og  hafa uppi viðlíka aðfarir gegn henni og hennar fjölskyldu.

Það er kominn tími til að fólk fari að róa sig niður í pólitískri orðræðu og ræða málin á málefnalegan og æsingalausan hátt.

Steinunn Valdís er ekki fullkomin frekar en aðrir en það er einfaldlega út í hött að hún hafi „þegið mútufé frá útrásarvíkingum og af þeim sökum látið undir höfuð leggjast að beita sér gegn þeim“. Þeir sem halda því fram eiga að skammast sín.


mbl.is Segir ásakanir á hendur sér rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

En hún tók við 15 milljónum í framlög og var ekkert að gera grein fyrir því fyrr en seinna og þá verður maður bara að átta sig á að traustið er farið, auðvitað sárt en þannig er það bara, og finnst þú þekkir hana svona vel þá átt þú að benda henni á að fara með reisn en ekki á láta flæma sig út sem mun á endanum gerast.

þetta á ekki bara við hana heldur alla þá stjórnmálamenn sem svona er komið fyrir.

Einar Þór Strand, 22.4.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Benedikta E

Einar Þór - ég tek heilshugar undir orð þín.

Benedikta E, 22.4.2010 kl. 23:27

3 Smámynd: Jens Ólafsson

Traust þitt á henni er kannski farið og þá kýst þú hana bara ekki og hennar flokk. Það er óþarfi að fara á límingunum yfir því þótt fólk hafi fengi styrki í prófkjörum og ætli það að viðkomandi sé þar af leiðandi handbendi viðkomandi styrktaraðila. Steinunn Valdís er betri manneskja en svo og vonandi lætur hún ekki æsingafólk „flæma sig út“.

Og þó ég þekki til hennar og beri til hennar traust (þó í öðrum flokki sé), er ég ekki persónulegur vinur hennar og get því ekki ráðlegt henni eitt eða neitt. En ef ég hefði slíkan aðgang að henni myndi ég ráðleggja henni að „taka pusið í hnakkann“(eins og það var vel orðar um árið) og láta þetta ekki draga úr henni kjark.

Jens Ólafsson, 22.4.2010 kl. 23:32

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Þetta er vandinn út með alla nema mína, er farinn að hallast að því að þessi hugsunarháttur sé ástæða spillingarinnar.

Einar Þór Strand, 23.4.2010 kl. 00:21

5 Smámynd: GAZZI11

Mamma Hitlers var góð kona og hafði alltaf trú á stráknum sínum ..

GAZZI11, 23.4.2010 kl. 00:57

6 Smámynd: Valgeir

Þetta væri svo sem, eins og þú segir; "í lagi", ef hún hefði ekki sjálf talað hástöfum um að allt ætti að vera upp á borðum.  Hún sjálf hefði ekki látið það ótalið að hún hefði fengið styrki, það kemur meira að segja fram á vef Alþingis http://www.althingi.is/altext/hagsmunir.php?faerslunr=695

Sjálf vildi hún meina að Sjálfstæðismenn væru að þiggja mútur með sínum styrkjum og ítrekaði ótt og títt þá tortryggni sína í fjölmiðlum. 

 Hver er munurinn???

Valgeir , 23.4.2010 kl. 08:22

7 Smámynd: Halla Rut

Þú segir: "Það er óþarfi að fara á límingunum yfir því þótt fólk hafi fengi styrki í prófkjörum". Það er alveg ótrúlegt að hér finnist ennþá fólk sem finnst í lagi að einkarekin fyrirtæki gefi stjórnmálamönnum eða flokkum háar fjárupphæðir.

Af hverju heldur þú að fyrirtækin hafi eitt hundruðum milljóna í framlög? Jú, auðvitað til að hafa áhrif og eiga inni greiða. Ef einhver gefur þér peninga þá á hinn sami inni hjá þér velvild og greiða og því heitir þetta ekkert annað en mútur. Á endanum þá er það kannski mest þetta sem olli því hruni sem við öll þurfum nú að búa við. Þ.e.a.s. fyrirtækin áttu stjórnmálamennina sem varð til þess að þeir sinntu ekki störfum sínum og sinntu ekki eftirliti sem skildi. Auðmenn óðu hér uppi á meðan stjórnmálamenn horfðu bara á tærnar á sér með útrétta hönd eftir parti af kökunni.  

Halla Rut , 23.4.2010 kl. 09:35

8 Smámynd: GAZZI11

Það trúir því enginn heilvita maður að stjórnmálamaður með fullan poka af styrkjum þakki ekki fyrir sig á einn eða annan hátt.

Til þess eru þessir styrkir og allir þekkja reglurnar.  Stjórnvaldsaðgerðir eru og hafa alltaf verið helsta ógn fyrirtækja og þess vegna er gott að hafa innanbúðarmann í vinnu. Haldið þið virkilega að t.d  Bjarni Ben sé þarna af því að honum fynnist gaman þarna inni á Alþingi, eða fyrir launin, ónei hann er þar í hagsmunagæslu. 

GAZZI11, 23.4.2010 kl. 09:50

9 identicon

Hvar liggja mörkin milli mútufés og "eðlilegra styrkja" Jens?

Væru þetta mútur ef upphæðin væri t.d 20 millur, eða 50 ?

Hvar setur þú þröskuldinn Jens ?

Af hverju telur þú einkafyrirtæki nota þennan pening í svona óþarfa ef það skilar engu ?

Flokkarnir fá verulegt fé frá skattgreiðendum, því mátt þú ekki gleyma.

Steinunn "lenti"í tveim framboðum að eigin sögn, atburðar sem henni finnst að skeri hana frá öðrum embættismönnum.

Það eitt segir mér ýmislegt um hana, þeir sem kusu hana í borginni voru að kasta atkvæði sínu því hugur Steinunnar virðist hafa verið á öðrum stað.

Finnst þér það heiðarlegt Jens ?

Eða er mat þitt á borðleggjandi heiðaleika Steinunnar einungis bundinn við framkomu hennar við gamla félaga, kennara og leiðsögumenn ?

runar (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 12:09

10 Smámynd: Halla Rut

Af hverju ætli Steinunn hafi fengið svona miklu meiri styrki en flestir aðrir.

Hún var formaður skipulagsráðs og réði því miklu. Ekki mútur...einmitt.

Sama ástæða er fyrir háum styrkjum Gísla Marteins en varð formaður skipulagsráðs síðar. 

Merkilegt hve formenn skipulagsráðs fá sýnilega hæðstu styrkina.

Halla Rut , 23.4.2010 kl. 16:48

11 Smámynd: Jens Ólafsson

Það er aldeilis. Hér hellast inn athugasemdir yfirfullar af vandlætingu og hneykslun á að einhver taki upp hanskann fyrir Steinunni. Meira að segja er verið að blanda móður Hitlers inn í umræðuna, ekki skil ég hvernig sú ágæta kona kemur málinu við.

Fólk, sem ekki þekkir haus né sporð til persónu Steinunnar, er tilbúið til að fullyrða að hún sé óheiðarleg og spillt og að styrkir til hennar hljóti að vera mútur og hún hafi því verið handgengin viðkomandi fyrirtækjum.

Ég þekki til hennar og á þeim grundvelli fullyrði ég að hún er heiðarleg og samviskusöm og er í pólitík til að vinna að sínum hugsjónum, sem – Nota bene – eru ekki þær sömu og mínar.

Í upphaflegri færslu minni sagði ég að þeir, sem nú beina spjótum sínum að henni, ættu að skammast sín.

Ofangreindar athugasemdir sýna klárlega að viðkomandi kunna ekki að skammast sín.

Þeir ættu að hafa í huga upp nær 2000 ára gömul ummæli um vandlætingarmenn, sem töldu sig geta dæmt aðra. 

Ummælin hófust á „sá yðar sem syndlaus er ... “.

Jens Ólafsson, 23.4.2010 kl. 20:14

12 Smámynd: GAZZI11

Nokkuð viss um að mömmur okkar allra trúa því að við séum spes.

„sá yðar sem syndlaus er ... “ Auðvellt að slá alla út af borðinu með svona aulasetningu. Við erum að tala um stjórnmálamenn dagsins sem hafa greinilega farið fram úr sjálfum sér, valdhroka, siðspillingu, sjáftöku, eiginhagmunapoti, vinavæðingu o.s.fr.

Þetta fólk á að gæta hagsmuna almennings og er kosið til þess. Þvi miður hefur annnað komið í ljós. 

Alþingi hefur sennilega aldrei verið eins spillt og síðustu 20 árin .. Algjör vanvirða hefur átt sér stað.

95 % þeirra sem eru í fangelsi í dag segjast sjálfir saklausir .. er þetta ekki eitthvað sem líkist því sem er uppi í dag hjá stjórnmálamönnum og þeim fjárglæframönnum sem hér ríða húsum ..

GAZZI11, 23.4.2010 kl. 22:20

13 Smámynd: Jens Ólafsson

Mæli með því „Gazzi“ minn að þú farir að koma fram undir nafni. Ekki vænlegt að saka aðra um óheiðarleika þegar maður felur sig á bak við nafnleysi á blogginu, það er ekki beint merki um heiðarleika og ábyrgartilfinningu. Og enn skortir á rökstuðning hjá þér hvernig mamma Hitlers kemur málinu við. Bara til að hafa það á hreinu þá er ég ekkert skyldur Steinunni og teldist seint til náinna vina hennar. Hef þó það vel kynnst hennar persónuleika að ég treysti mér til að halda uppi vörnum fyrir hana.

Jens Ólafsson, 23.4.2010 kl. 22:38

14 Smámynd: GAZZI11

Bara að benda á það að þegar einhver er svo náinn einhverjum að þá trúir maður engu slæmu upp á þá. Þetta á ekki bara við um fjárglæpi, líka um kynferðisglæpi og fleiri glæpi. Fólk virðist alltaf koma af fjöllum þegar einhver nákominn hefur gert eitthvað ógeðslegt. Margt sem gerist í kringum okkur er ógeðslegt og við höfum ekki hugmynd um það, því miður.

Ég hef ekki sakað neinn um óheiðarleika hérna. Það sem hér kemur fram er á allra vitorði og skráð í bækur. Þú getur lesið um það á Alþingisvefnum ef þú kærir þig um. Á Alþingi sitja glæpamenn bæði dæmdir og einhverjir sem eru búnir að setja sig til hliðar eða ekki, og verða hugsanlega dæmdir. Ég er ekki það innmúraður að ég geti dæmt þetta fólk ..

Fólk sem gefur sig í það að vera opinberar persónur og lætur kjósa sig til að fara með völd okkar og fjármuni verður að vera heiðarlegt og þola það að þeirra mál séu skoðuð. Eftir verkunum þurfum við dæma þetta fólk ..

Með það að vera nafnlaus hérna skiptir örugglega ekki neinu máli og hvort ég heiti Jón eða séra Jón breytir engu. Þegar allt er komið upp á borð eins og þorgerður Katrín og fleiri mæltu, bankaleyndin hverfur, nafnlausir styrkir o.s.fr skal ég kannski segja nafnið mitt upphátt.

GAZZI11, 24.4.2010 kl. 00:49

15 Smámynd: Elín Guðjónsdóttir

heiðarleg og heilsteypt manneskja

http://www.youtube.com/watch?v=mG0Dy4xcpB8

Elín Guðjónsdóttir, 24.4.2010 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband