7.2.2010 | 21:43
Ekki-frétt kvöldsins
Ég hef áður furðað mig á fréttamennsku Stöðvar 2 og í kvöld (7. febrúar 2010) var ein frétt á Stöð 2 sem ég skil ekki alveg um hvað er eða hvaða erindi hún á við landsmenn. Þetta var frétt númer 2 í kvöldfréttatímanum. Hún fjallaði um að framkvæmdastjóri einn hjá Seðlabankanum hefði fyrir nokkrum árum síðan stofnað fyrirtæki, ásamt Steingrími Wernerssyni, um framleiðslu á heimildarkvikmyndum. Og að fyrirtækið hefði fjárfest í heimildarkvikmynd sem nefnist Feigðarflan.
Og enn spyr ég; hver er eiginleg fréttin? Hvaða máli skiptir það að menn hafi stofnað fyrirtæki til að styrkja heimildamyndagerð? Þó svo að annar þeirra sé Steingrímur Wernersson, sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, er ekki þar með sagt að allt, sem hann hafi komið nálægt, sé vafasamt.
Eina áhugaverða við þessa frétt er heitið á heimildamyndinni, Feigðarflan. Skyldi hún nokkuð vera um aðdraganda bankahrunsins?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.