5.1.2010 | 12:03
Hélt hann ætti þetta ekki til
Eins og sjá má á síðustu færslu minni þá hvarflaði ekki að mér að hann myndi ekki skrifa undir. En svo lengi lærir maður sem maður lifir. Og maður verður víst að éta ofan í sig það sem maður sagði í síðustu færslu. En eins og sagði í síðustu færslu þá hækkar hann allmikið í áliti hjá mér við þetta (sem var svo sem ekki mikið), þ.e. að vera samkvæmur sjálfum sér einu sinni.
Hitt er svo umhugsunarvert hvort það sé yfirhöfuð leggjandi á eina persónu að vega það og meta hvort tiltekið mál eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eður ei. Óháð því hvað fólki finnst um núverandi forseta, finnst mér almennt séð að það ætti ekki að vera ákvörðun eins manns hvort eitthvert mál eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og í raun og veru ekki sanngjarnt að ætlast til þess af einum ákveðnum manni, hver svo sem hann er, að taka slíka ákvörðun. Kannski er nú hægt að sameinast um að breyta stjórnarskránni á þann veg að taka synjunarvald forsetans út og setja inn annað ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu, t.d. að ákveðinn meirihluti kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu og eða ákveðinn hluti þingmanna.
Það myndi hjálpa til við að skapa sátt um forsetaembættið og þær persónur, sem gegna því embætti hverju sinni.
![]() |
Staðfestir ekki Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.