Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fyrsta skrefið í að drepa einkaskóla

Allt frá því fyrst var farið að fjalla um málefni Menntaskólans Hraðbrautar í fjölmiðlum var alveg ljóst að núverandi stjórnvöld vildu skólann feigan. Skýrsla ríkisendurskoðunar (ég skrifa ríkisendurskoðun með litlum staf sem fyrrverandi starfsmaður stjórnarráðsins, en þar er gömul hefð að skrifa nöfn ráðuneyta með litlum staf og ríkisendurskoðun var hluti af fjármálaráðuneytinu þar til ca. 1987) byggðist öll á að bera rekstur Hraðbrautar sem einkaskóla við aðra framhaldsskóla, ríkisskóla. Slíkur rekstur er engan veginn sambærilegur. Einkaskóli greiðir til dæmis raunverulegar fjárhæðir í leigu á húsnæði en „húsaleiga“ hjá framhaldsskólum í eigu ríkisins er bara bókhaldsleg.

Svo er tínt til einhver tittlingaskítur eins og að skólastjórinn og eigandinn taki sér langan hádegismat! Það vita það allir sem hafa reynt að reka fyrirtæki að slíkt er ekki 8-16 vinna, heldur miklu frekar 24/7 vinna 365 daga ársins. Og ekkert óeðlilegt að þeir, sem hafa unnið svona í áratugi við að byggja upp fyrirtæki greiði sér arð þegar slíkt er hægt. Miðað við það rekstrarumhverfi sem einkaskólar hafa þurft að búa við er það nánast kraftaverk að einhver eigandi einkaskóla hafi yfirhöfuð getað borgað sér arð.

Og sem fyrrverandi félagsmaður í Kennarasambandi Ísland, vitandi afstöðu þess félags í gegnum tíðina til einkaskóla, er ég ekki hissa á að eigandi Hraðbrautar hafi verið tortrygging í garð KÍ.

En við hverju er svo sem að búast hjá stjórnvöldum þar sem „arðgreiðsla“ er helsta skammaryrðið?

Hvet alla til að kynna sér málflutning forsvarsmanna Hraðbrautar á Youtube:

http://www.youtube.com/watch?v=hOz7p_HvJ84

http://www.youtube.com/watch?v=sCuFfbqlFuk

http://www.youtube.com/watch?v=8dXUSFEVSJc

http://www.youtube.com/watch?v=p5Rm24EKLfI

http://www.youtube.com/watch?v=3oBx1Bt6ygg

http://www.youtube.com/watch?v=tlcSrZmpIZw

http://www.youtube.com/watch?v=gDlU0SX6IQI&feature=related  

http://www.youtube.com/watch?v=igf4AyCLqV8

 http://www.youtube.com/watch?v=CWwJRU7AH4s


Ekki fyrir mig

Vissulega er ég hægri-grænn, hægri sinnaður í stjórnmálum en jafnframt áhuga- og stuðningsmaður náttúruverndar. Í stefnuskrá þessa flokks (ef hann kemst einhvern tíman á legg) er hins vegar minnst fjallað um umhverfismál heldur mest um efnahags- og utanríkismál.

Burt séð frá því hef ég ekki trú á nýjum smáflokki, hvort sem hann er hægri-, mið-, eða vinstriflokkur. Eða telji sig vera alveg nýtt afl samanber Hreyfinguna/Borgarahreyfinguna.

Þar að auki hef ég enga trú á Guðmundi Franklín og efast stórlega um að eitthvað sem hann komi nálægt eigi langa lífdaga fyrir höndum.


mbl.is Hægri-grænir stofna flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var það þetta sem kjósendur Besta flokksins vildu?

Besti flokkurinn lagði áherslu á að hann væri boðberi nýrra tíma og nýrra vinnubragða í stjórnmálum. Lítið hefur borið á því á þessari viku síðan kosið var. Ekki var farið í viðræður við alla flokka til að vita hvað þeir vildu gera eða með það fyrir augum að ná samkomulagi um aðkomu allra flokka, heldur var farið beint í viðræður við Samfylkinguna. Dagur B. tók því náttúrulega fegins hendi enda átt undir högg að sækja sem leiðtogi flokksins í borgarstjórn og vararformaður. Og sennileg fátt eitt sem hann hefur treyst sér til að neita Besta flokknum um.

Skyldu kjósendur Besta flokksins hafa kosið hann með það fyrir augum að leiða Samfylkinguna til valda í Reykjavík? Átti framboð Jóns Gnarrs ekki að vera „rauða spjaldið“ handa „fjórflokknum“ svo kallaða? Og ákall um nýja tíma og ný vinnubrögð?

Fyrir utan staðavalið á blaðamannafundinum get ég ekki séð nein merki um ný vinnubrögð. Og kannski heldur Jón að það sé nóg að vera skemmtilegur borgarstjóri. Hef þó á tilfinningunni að glottið á andlitinu hans verði orðið nokkuð stirt eftir 4 ár í því starfi, að því gefnu að hann og þessi meirihluti endist svo lengi.


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Eins og áður hefur komið fram hjá mér hér á þessu bloggi hefur það varla gerst að við Steinunn Valdís höfum verið sammála í pólitík.

En ég virði fólk sem er einlægt í sinni sannfæringu og heiðarlegt í sinni baráttu. Bæði á við Steinunni. Það er því sorglegt að hún hafi nú þurft að hrökklast úr pólitík út af ofsóknum örfárra einstaklinga, sem telja sig vera betur til þess fallin en aðrir að dæma stjórnmálamenn eins og hana. 

En við hverju er svo sem að búast í dag þegar t.d.allt lítur út fyrir að Besti flokkurinn sigri í Reykjavík? Hætt við að sá góði brandari verði orðinn nokkuð þreyttur eftir 4 ár.

 


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varaformaður Samfylkingarinnar: Reykjavíkurborg vinni sigur á kreppunni

Varaformaður Samfylkingarinnar, sem merkilegt nokk er einmitt Dagur Eggertsson, vill að Reykjavíkurborg „vakni, taki forystu og beiti öllu afli til að skapa störf og fjölga tækifærum.“ Og ekki bara það heldur einnig að „Reykjavíkurborg [þurfi] að beita sér og kveikja von til að koma Íslandi út úr kreppunni.“

Það er aldeilis.

Og er ekki Samfylkingin einmitt núna í ríkisstjórn, sem hægt er að lýsa sem sofandi, forystulaus og gerir ekkert í að „kveikja von“ um að koma landinu úr kreppunni?

Heldur hann að Reykjavík sé sjálfstætt fyrirbæri sem lúti öðrum lögmálum en afgangurinn af Íslandi?

Af hverju vill varaformaður Samfylkingar ekki að allt Ísland „taki forystu og beiti öllu afli til að skapa störf og fjölga tækifærum“? Er ekki Samfylkingin í ríkisstjórn og formaðurinn hans forsætisráðherra?

Sannar bara að Dagur er snillingur í að tala og tala, en innhaldið er upp og ofan. 


mbl.is Setja atvinnumál í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona var að keyra undir Eyjafjöllum í dag

Var á ferðinni í dag með 23 manna danskan kór í Suðurstrandaferð. Þessar myndir voru teknar út um framrúðuna á rútunni á leiðinni frá Seljalandi að Þorvaldseyri. Við vorum, ef ég man rétt, um það bil við Holtsós. Einn daninn tók myndina, ég var sjálfur upptekinn við að keyra og rýna fram í sortann.

Eyjafjöll

Eyjafjöll_2


mbl.is Öskufok undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með aðra?

Svona könnun er að mörgu leyti gölluð. Hér er einungis gefinn kostur á að velja á milli efstu manna á lista tveggja framboða, en hvað með þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa annað hvort Samfylkinguna eða Sjálfstæðisflokkinn? Vilja kannski sjá Sóleyju sem borgarstjóra eða kannski Einar Skúla? Eða vilja bara ópólitískan borgarstjóra? Eða eru kannski bara orðnir fullsaddir yfir höfuð á stjórnmálum?

Held þó þegar á reynir og ef kjósendur velji flokka á grundvelli mögulegra borgarstjóra verði Hanna Birna frekar fyrir valinu en Dagur. 

Eða er í raun og veru einhverju saman að líkja?


mbl.is Vilja frekar Dag en Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarleg og heilsteypt manneskja verður fyrir ofsóknum

Það er um aldafjórðungur síðan ég kynntist Steinunni Valdísi (helv. er maður orðinn gamall!) og á þeim tíma hefur verið hægt að telja á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég hef verið sammála henni í pólitík. En allan tímann hef ég vitað að hún er heiðarleg og heilsteypt og einlæg í sinni póltísku sannfæringu, þó önnur sé en mín.

Því þykir mér mjög miður að hér úti í samfélaginu séu til aðilar sem í augnabliks æsingi láta glepjast og  hafa uppi viðlíka aðfarir gegn henni og hennar fjölskyldu.

Það er kominn tími til að fólk fari að róa sig niður í pólitískri orðræðu og ræða málin á málefnalegan og æsingalausan hátt.

Steinunn Valdís er ekki fullkomin frekar en aðrir en það er einfaldlega út í hött að hún hafi „þegið mútufé frá útrásarvíkingum og af þeim sökum látið undir höfuð leggjast að beita sér gegn þeim“. Þeir sem halda því fram eiga að skammast sín.


mbl.is Segir ásakanir á hendur sér rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað heitir þetta „gjald“ en ekki skattur

Já, það er ekki af ríkisstjórninni skafið að hún er glúrin að finna nýjar leiðir til skattlagningar. Þó hún kalli þetta „gjald“ en ekki „skatt“ þá er skattur alltaf skattur, sama hvaða nafni hann nefnist. Á meðan fer lítið fyrir hagræðingu og niðurskurði í ríkisrekstri, allavega ekki miðað við nær vikulegar atvinnuauglýsingar um ný störf í ráðuneytunum.
mbl.is Sérstakt farþegagjald lagt á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverfa störf við einkavæðingu?

Ekki er hægt að skilja Dag á annan veg en að störf við strætóakstur, sorphirðu, kennslu o.fl. leggist af ef viðkomandi starfsemi er einkavædd. En aka strætisvagnar Hagvagna kannski mannlausir? Eða eru engir kennarar í Tjarnaskóla og öðrum einkaskólum? Varla, ætli störfin verði ekki áfram til þó svo að einhverjar stofnanir verði einkavæddar.

Ekki það að svona málflutningur af hendi Dags komi á óvart, hann er snillingur í að tala mikið án þess að segja nokkuð af viti.


mbl.is „Mörg hundruð störf í húfi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband