Horfðu á björtu hliðarnar, Eiður.

Fyrir um aldarfjórðungi síðan (skelfilega er maður orðinn gamall) var Sverrir nokkur Stormsker að hefja feril sinn sem tónlistarmaður (með meiru) og að gefa út sína fyrstu plötu. Plata þessi fór nokkuð fyrir brjóstið á mörgum þar sem textar plötunnar fjölluðu mikið um „hitt“ og þetta og þóttu margir æði vafasamir. Sjálfur sagði maðurinn ekki hneykslast á neinu  nema hneykslunargjörnu fólki.

Á þeim tíma virtust margir ekki skilja Stormsker og enn virðast sumir ekki skilja hann enn í dag. Svo hneykslaður varð „former ambassador“ af greinakorni, sem Sverrir skrifaði í síðasta Laugardagsmogga, að sá ágæti maður er nú „loksins búinn“ að segja upp Mogganum.

Mér datt nú bara i hug eftirfarandi ljóðlínur:

„Horfðu á björtu hliðarnar, heimurinn hann gæti verið verri,
horfðu á björtu hliðarnar, heimurinn á ennþá menn eins og Sverri,
sem allt lýsir upp.“

Hafðu þetta í huga, „former ambassador“.

Og fyrir þá sem ekki eru svo skynsamir að vera áskrifendur af Mogganum, þá kemur greinin hans hérna:

untitled-1_copy_942837.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband